Hvers vegna?

Ég trúi því að sunnudagaskólar séu mikilvægir en klukkutími á viku er ekki nóg. Því vil ég bjóða upp á nútímalegt og skemmtilegt efni sem byggir á kristnum grunni fyrir börn að horfa á og foreldra að eiga samræður við þau. 

Á bakvið verkefnið

118616143_10220414675254107_289527168153171804_n.jpeg

Einar Aron Fjalarsson

Hæhæ. Ég stend að baki Sunnudagaskólans. Ég hef mikið hjarta fyrir börnum og finnst skipta máli að þau kynnist góðum boðskap Biblíunnar, þá sérstaklega Jesú.

​Ég hef stóra sýn fyrir verkefnið en vanda mig við að taka bara eitt skref í einu, vera góður ráðsmaður og vanda til verka. ​Mér þætti gaman að heyra frá þér og spjalla ef þú vilt.