top of page
Krakkakirkjan (1)_edited.png

Krakkakirkjan

Krakkakirkjan er fyrsta sunnudag hvers mánaðar og hefst klukkan 12:00.

Í Krakkakirkjunni er hrópað, dansað, sungið, hlustað og leikið. Allir krakkar og vinir þeirra velkomnir!

Foreldrar/forráðamenn sitja inni með krökkunum á meðan stundinni stendur og veitingar að kostnaðarlausu að lokinni stund.

Markmið

Markmið Krakkakirkjunnar er að kenna börnum um Jesú og veita þeim góða upplifun af kirkjunni. Hún er góður staður til að vera á. Við leggjum áherslu á samfélag barna hvort við annað og við forráðamenn sína, auk þess sem forráðamenn kynnast hvoru öðru. Við þróum sérhæft starf sem ræktar trú barnanna. Við leggjum áherslu á að ungt fólk sé í forgrunni í allri þjónustu og byggjum þau upp sem leiðtoga.

Við stöndum framarlega í tæknimálum og erum þannig hvatning fyrir kirkjuna til að ná lengra.

Næsta skref

Klukkutími á mánuði er ekki nóg til að byggja grunn á, það gildir um þegar við spilum á hljóðfæri, æfum íþróttir og lærum um Jesú. Því er mikilvægt að rækta trúna heima líka. Foreldrar eru fyrstu prestar barnanna sinna og við viljum aðstoða foreldra með það.

Á Sunnudagaskólinn.is ​er fjölbreytt og skemmtilegt kristilegt efni sem er aðgengilegt börnum og foreldrum þeirra ókeypis.

Jesús í bátnum

Teiknimyndir

Bæn

Bænir

Páskar

Páskar

Póstlisti

Við minnum á Krakkakirkjuna og miðlum uppbygjandi efni sem nýtist börnum og foreldrum þeirra.

Athugasemdir eða tillögur?

Við viljum svo gjarnan heyra frá ykkur! Hvaða gekk vel? Hvað má fara betur?

Vegurinn, fríkirkja

Smiðjuvegi 5

200 Kópavogi

Krakkakirkjan (1)_edited.png
FYLGDU OKKUR
  • Instagram
  • Facebook
bottom of page