Spurt og svarað

Krakkar spyrja

Hver skapaði Guð?


Enginn skapaði Guð. Hann hefur alltaf lifað. Guð var aldrei skapaður og hefur alltaf verið til. Hann skapaði alla hluti svo hann þurfti engann til að skapa sig. Hann hefur „líf í sjálfum sér“ (Jóhannes 5:26). Guð var aldrei barn og hann stækkaði ekki og varð fullorðinn. Hann verður aldrei eldri. Allt annað í heiminum byrjar og endar en Guð hefur ekkert upphaf og engan endi. Hann er eilífur. Hvað segir Biblían? Þú, Drottinn, hefur í upphafi grundvallað jörðina og himnarnir eru verk handa þinna. Þeir munu farast en þú varir. Allir munu þeir fyrnast sem fat og þú munt þá saman vefja eins og möttul, um þá verður skipt sem klæði. En þú ert hinn sami og þín ár taka aldrei enda (Hebreabréfið 1:10-12). Hann er fyrri en allt og allt á tilveru sína í honum (Kólossubréfið 1:17).
Fara dýr til himna?


Biblían segir ekki hvað verður um dýr þegar þau deyja. Það getur verið svo gaman að leika við dýrin okkar og stundum sjáum við þau eins og hluti af fjölskyldunni. Dýr eru samt ekki alveg eins og fólk. Guð gaf þeim ekki anda eða heila sem hugsar eins og við. Þau geta ekki beðið til Guðs eða treyst Jesú. Við vitum ekki hvort dýring okkar fara til himna en Guð veit allt. Hann er góður og fullkominn svo við getum verið viss um að hann hefur gott plan fyrir okkur og dýrin okkar. Hvað segir Biblían? Hinn réttláti annast búfé sitt vel (Orðskviðirnir 12:10a). Guð gerði villidýrin, hvert eftir sinni tegund, búfé eftir sinni tegund og hvers konar skriðdýr jarðarinnar eftir sinni tegund. Og Guð sá að það var gott. Þá sagði Guð: „Vér viljum gera manninn eftir vorri mynd, líkan oss. Hann skal drottna yfir fiskum sjávarins, fuglum loftsins, búfénu, villidýrunum og allri jörðinni og öllum skriðdýrum sem skríða á jörðinni.“ Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. Hann skapaði hann eftir Guðs mynd. Hann skapaði þau karl og konu (1. Mósebók 1:25-27).
Getur Guð gert mistök?


Við gerum stundum mistök en Guð gerir þau aldrei. Að gera mistök er hluti þess að vera mennskur. Sum mistök hafa líka afleiðingar. Sum mistök eru vandræðaleg eða kjánaleg eins og að setja of mikla tómatsósu á samlokuna. Við gerum bara mistök en Guð gerir þau ekki. Hann veit allt svo ekkert kemur honum á óvart. Við getum bara giskað á hvað gerist á morgun en Guð sér fram í tímann og þess vegna gerist ekkert óvænt. Biblían segir okkur að allt sé eftir áætlun Guðs. Við gætum séð heiminn eins og mjög ruglandi stað en Guð hefur allt á hreinu og það styttist í að Jesús komi aftur til jarðar til að laga brotnu og skemmtu plánetuna okkar. Með öðrum orðum, Jesús mun laga mistökin okkar og græja allt! Svo lengi sem við lifum munum við halda áfram að gera mistök en við getum vitað að Guð gerir aldrei mistök. Hvað segir Biblían? Mikill er Drottinn vor og voldugur í mætti sínum, speki hans ómælanleg (Sálmur 147:5). Eins og himinninn er hátt yfir jörðinni eru mínir vegir hærri yðar vegum og mínar hugsanir hærri yðar hugsunum (Jesaja 55:9).
Hvaðan kom Jesús?


Jesús hefur alltaf verið til. Hann er hluti af þrenningunni. Það þýðir að Guð sé einn Guð en hefur þrjá hluta í sér. Guð faðirinn, Guð sonurinn (Jesús) og Guð heilagur andi. Hver hluti þrenningarinnar hefur sitt hlutverk en eru samt einn Guð. Þegar Jesús var á jörðinni sagði hann: „Ég og faðirinn erum eitt“ (Jóhannes 10:30). Hann var að segja að hann sé Guð. Biblían segir að Guð hafi alltaf verið til. Hann hefur ekkert upphaf og engan endi og af því að Jesús er Guð þýðir það að Guð hafi alltaf verið til líka. Hann var ekki skapaður, hann er sá sem skapaði allt (Jóhannes 1:3). Hvað segir Biblían? Hann [Jesús] var í upphafi hjá Guði (Jóhannes 1:2). Hann er fyrri en allt og allt á tilveru sína í honum (Kólossubréfið 1:17).

Fróðleikur

Hvað þýðir amen?


Orðið amen kemur fyrst úr hebresku og getur bæði þýtt „satt“ og „sannarlega“. Þegar Jesús sagði „Sannarlega, sannarlega segi ég ykkur“ notaði hann orðið amen. Bænir enda gjarnan á orðinu amen.
Hvað þýðir hallelúja?


Orðið „hallelúja“ kemur úr hebresku og þýðir „lofaður sé Drottinn“. Hallelúja kemur nokkrum sinnum fyrir í Biblíunni en bara í tveimur bókum, þ.e. í Sálmum Gamla testamentisins og í Opinberunarbók Nýja testamentisins. Orðið er notað í flestum, ef ekki öllum, kirkjum í dag og er oft notað í lögum og sálmum.
Hvað þýðir Biblía?


Orðið Biblía þýðir bækur. Biblían er nefnilega ekki bara ein bók, hún er margar bækur. Þetta er eiginlega eins og Syrpa. Í Syrpu eru margar sögur í þessari sömu bók og stundum eftir mismunandi höfunda. Í Biblíunni eru 66 bækur, 39 bækur í Gamla testamentinu og 27 í Nýja testamentinu. Biblían er skrifuð á tvo vegu, bæði á sögulegan hátt og andlegan hátt og segja stundum frá sömu sögum með mismunandi hætti. Í Biblíunni lærum við að Guð elskar okkur og ætlar okkur hlutverk. Að við elskum náungann eins og okkur sjálf og elskum Guð af öllu hjarta. Tilgangur lífsins felst ekki í hæfileikum eða peningum heldur að Guð ætli okkur eitthvað sérstakt.
Hvað þýðir Biblía?


Orðið Biblía þýðir bækur. Biblían er nefnilega ekki bara ein bók, hún er margar bækur. Þetta er eiginlega eins og Syrpa. Í Syrpu eru margar sögur í þessari sömu bók og stundum eftir mismunandi höfunda. Í Biblíunni eru 66 bækur, 39 bækur í Gamla testamentinu og 27 í Nýja testamentinu. Biblían er skrifuð á tvo vegu, bæði á sögulegan hátt og andlegan hátt og segja stundum frá sömu sögum með mismunandi hætti. Í Biblíunni lærum við að Guð elskar okkur og ætlar okkur hlutverk. Að við elskum náungann eins og okkur sjálf og elskum Guð af öllu hjarta. Tilgangur lífsins felst ekki í hæfileikum eða peningum heldur að Guð ætli okkur eitthvað sérstakt.
Hvað þýðir testamenti?


Testamenti þýðir vitnisburður eða sáttmáli. Vitnisburður er kannski dálítið erfitt orð. Vitnisburður er frásögn einstaklings sem er sannur. Þegar verið er að dæma í dómsmáli þarf stundum vitni sem segja sinn vitnisburð. Hver bók í Biblíunni er skrifuð af fólki sem segir sinn vitnisburð sem snúast allir um Guð og það sem hann hefur gert fyrir okkur.
Hvað er trúarjátning?


Trúarjátningar eru til í mörgum útgáfum og lengdum og er einskonar yfirlýsing yfir það sem þú trúir. Þekktasta trúarjátningin á Íslandi er trúarjátning Þjóðkirkjunnar sem heitir Postullega trúarjátningin. Hér fyrir neðan er hægt að lesa nokkrar. Postullega trúarjátningin Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapar himins og jarðar. Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Níkeujátningin Ég trúi á einn Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar, alls hins sýnilega og ósýnilega. Og á einn Drottin Jesú Krist, Guðs einkason, sem er af föðurnum fæddur frá eilífð,Guð af Guði, ljós af ljósi, sannur Guð af Guði sönnum, fæddur, eigi gjörður, samur föðurnum. Fyrir hann er allt skapað. Vegna vor mannanna og vorrar sáluhjálpar steig hann niður af himni, klæddist holdi fyrir heilagan anda af Maríu meyju og gjörðist maður. Hann var og krossfestur fyrir oss á dögum Pontíusar Pílatusar, píndur og grafinn. Hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum og steig upp til himna, situr við hægri hönd föðurins og mun aftur koma í dýrð að dæma lifendur og dauða. Á ríki hans mun enginn endir verða. Og á heilagan anda, Drottin og lífgjafann sem út gengur af föður og syniog með föður og syni er tilbeðinn og ávallt dýrkaður og mælti af munni spámannanna. Og á eina, heilaga, almenna og postullega kirkju. Ég játa að ein sé skírn til fyrirgefningar syndannaog vænti upprisu dauðra og lífs hinnar komandi aldar. Amen. Trúarjátning Hvítasunnukirkjunnar Jesús Kristur er Drottinn.
Hvernig á ég að biðja?


Það er ekki til nein rétt eða röng leið til að biðja. Þegar við biðjum erum við að tala við Guð, svipað og þegar við tölum við vini okkar. Við segjum Jesú frá því sem við erum að hugsa, bæði þegar okkur líður vel og þegar okkur líður illa. Stundum getur okkur fundist erfitt að biðja, sérstaklega þegar okkur líður illa. Þá er erfitt að orða hugsanir okkar. Við munum þá bara að Guð er alltaf með okkur og þegar við biðjum, hleypum við honum að okkur.

Minnisvers

Hvers vegna minnisvers?


Það má finna til ýmsar ástæður fyrir því að við ættum að leggja orð Guðs, Biblíuna, á minnið en helsta ástæðan er sú að Jesús gerði það. Hann vitnaði oft í ritninguna og nefndi vers í 24 bókum Gamla testamentisins næstum því 180 sinnum í Nýja testamentinu. Minnisvers hjálpa okkur gegn freistingum (Efesus 6:10-20). Við sjáum að þegar Satan freistaði Jesú í óbyggðunum, stóð Jesús stöðugur á ritningunni því orð Guðs hefur vald (Matteus 4:1-11). Með því að leggja á minnið vers um loforð Guðs, verkefni hans, viðvaranir fyrir líf okkar, leyfum við orði hans að umbreyta okkur. Þannig má gera versið í Sálmi 119:105 að okkar, „Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum“ að okkar. Kólossubréfið 3:16, 5. Mósebók 6:4-9, Jósúa 1:8 og Sálmarnir 119:105 segja allir að við ættum að gera það og þá eru bara örfá vers nefnd. Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu (Sálmarnir 119:9).
Litla Biblían


Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Jóhannes 3:16
Tvöfalda kærleiksboðorðið


Jesús svaraði honum: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Matteusarguðspjall 22:37-38
Gullna reglan


Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir. Matteusarguðspjall 7:12
Blessunarorðin


Drottinn blessi þig og varðveiti. Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur. Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið. Amen. Fjórða Mósebók 6:24-26
23. Davíðssálmur


Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. [ Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
Boðorðin tíu


1. Ég er Drottinn, Guð þinn. Þú skalt ekki aðra Guði hafa. 2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns, við hégóma. 3. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. 4. Heiða skaltu föður þinn og móður. 5. Þú skalt ekki mann deyða. 6. Þú skalt ekki drýgja hór. 7. Þú skalt ekki stela. 8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. 9. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. 10. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þjón, þernu, uxa, asna né nokkuð það sem náungi þinn á. 5. Mósebók 5.6-21