top of page

Vertu með!

Það er nauðsynlegt að geta boðið krökkum upp á íslenskt kristilegt efni á netinu. Stöndum saman og bjóðum börnunum upp á gott, fræðandi og skemmtilegt efni. 

Að framleiða vandað efni kostar bæði mikla vinnu og peninga. Þó svo að mest sé unnið af sjálfboðaliðum þarf suma þjónustu að kaupa af verktökum. Einnig þarf að greiða fyrir leyfi fyrir notkun á tónlist í myndböndunum, rekstur vefsíðunnar og annað sem fellur til. Það er okkur mikilvægt að vera góðir ráðsmen en enginn hefur þegið laun vegna verkefnisins hér á landi.

Taktu þátt í að byggja upp sunnudagaskólann með fjárhagslegum stuðningi. Það getur verið ein gjöf einu sinni eða einu sinni í mánuði. Auðvelt er að gefa út reikning sé þess óskað.

Hægt er að fá kröfu í heimabanka með því að fylla út formið hér að neðan. Einnig er hægt að leggja inn á Einstakar lausnir ehf.

Ábyrgðarmaður er Einar Aron Fjalarsson Fossberg.

Kt. 451114-0420

Rkn.nr. 0370-26-031860

Styrkja

Ég vil gefa

Takk fyrir skilaboðin - við verðum í bandi!

Byggjum sunnudaga-skólann saman

Sunnudagaskólinn er hópfjármagnaður og þinn stuðningur hjálpar börnum að læra meira um Jesú.

Áætlaður kostnaður við framleiðslu myndbandanna og næsta verkefnis eru 1.700.000 kr.

Árangur

1.471.822 kr.

Markmið

 1.700.000 kr.

118616143_10220414675254107_289527168153

Takk fyrir að sýna verkefninu áhuga! Mig langar að segja ykkur frá því hvernig sunnudagaskólinn kom til.

Einn morguninn vaknaði ég við þá bláköldu staðreynd að ekkert kristilegt barnaefni á íslensku er aðgengilegt á netinu ókeypis. Það er ótrúlegt! Ég ólst upp við það að fara í sunnudagaskóla Húsavíkurkirkju og á bara góðar minningar þaðan. Þar var alltaf gaman! Brúðuleikhús, leikrit og leikir, Tralli trúður kom stundum í heimsókn.

Sífellt færri börn sækja sunnudagaskóla og svo sjáum við hvaða afleiðingar COVID-19 hafði í för með sér. Allt í einu mátti ekki fara í kirkju. Ég sat eftir með spurningu: Hvers vegna er ekkert kristilegt barnaefni á íslensku aðgengilegt frítt á netinu? Tækifærin eru nefnilega endalaus!

 

Guð lagði mér á hjarta að hefja framleiðslu á kristilegu barnaefni með tvö markmið:

  1. Það verður skemmtilegt og/eða áhugavert.

  2. Það verður ókeypis.

​Áfram að markinu!

-Einar Aron Fjalarsson

bottom of page