top of page

Teiknimyndir

Hér má finna nokkrar af þekktustu Biblíusögunum. Með því að smella á sögu, færðu efni sem nýst getur foreldrum til að dýpka skilning og trú barnanna, ritningarstaði sem tengjast sögunni, bænir og fleira.

Komdu í áskrift (e. subscribe) að YouTube rásinni

Jesús mettar 5.000

Jesús kenndi fjölda fólks og enginn hafði borðað lengi. Lærisveinarnir vildu senda fólkið heim að borða en Jesús vildi að þeir gæfu því að borða. Þeir höfðu engan mat en ungur strákur gaf þeim allt nestið sitt, fimm brauð og tvo fiska. Jesús þakkaði Guði fyrir matinn sem margfaldaðist. Allir urðu saddir!

jesus-mettar

Miskunnsami Samverjinn

Maður var á leið til Jeríkó þegar ræningjar réðust á hann og skildu eftir dauðvona. Prestur gekk fram hjá en vildi ekkert með hann hafa. Þá gekk Levíti framhjá sem tók sveig fram hjá manninum. Nú gekk Samverji framhjá sem hjúkraði manninum, kom fyrir á gistihúsi og greiddi reikninginn. Sagan er dæmisaga sem Jesús sagði.

miskunnsami-samverjinn

Marta og María

Marta var myndarleg húsmóðir en María róleg og oft hugsi. María var mjög áhugasöm um allt það sem Jesús hafði að segja en það pirraði Mörtu sem eldaði ein. Jesús sagði Mörtu að María hafi valið það besta í stöðunni, að hlusta á hann á meðan hún hafði tækifæri til.

marta-og-maria

Jesús læknar holdsveika

Tíu menn voru svo veikir að þeir höfðu verið útskúfaðir úr samfélaginu. Þeir hittu Jesú og báðu hann um að lækna þá en Jesús sendi þá beint til prestsins. Á leiðinni til hans fór þeim að líða betur. Þeir læknuðust! Þeir drifu sig til prestsins, allir nema einn. Hann mundi eftir því að þakka Jesú fyrir.

jesus-laeknar-holdsveika

Jesús lægir storminn

Jesús fór með lærisveinum sínum út á vatn og Jesús sofnaði í bátnum. Þá skall á mikill stormur og lærisveinarnir óttuðust um líf sitt. Í örvæntingu sinni vöktu þeir Jesú sem sussaði á storminn. Það kom logn! Jesús furðaði sig á trú lærisveinanna og þeir veltu fyrir sér hver Jesús væri eiginlega. Vindur og vatn hlýðir honum.

jesus-laegir-storminn

Jesús gengur á vatni

Lærisveinarnir voru staddir út á vatni þegar skall á stormur og þeir börðust við að halda bátnum á floti. Þeir sáu þá eitthvað í fjarska. Þeir héldu fyrst að það væri draugur en það var Jesús. Pétur var ekki sannfærður og vildi fara úr bátnum og til Jesú en þegar Pétur sá storminn fór hann að sökkva en Jesús hjálpaði honum upp.

gengur-a-vatni

Jesús skírður

Jóhannes var frændi Jesú. Hann bjó í eyðimörkinni og borðaði engisprettur og hunang. Hann sagði fólki að trúa á þann sem kæmi eftir sig; Jesú. Hann var kallaður Jóhannes skírari því hann skírði fólk í ánni Jórdan. Einn daginn kom Jesús til hans og vildi skírast en Jóhannes vildi að Jesús skírði sig.

jesus-skirdur

Blindur fær sjón

Jesús gekk fram á blindan mann sem hann sagði hafa fæðst blindur til að fólk fengi að sjá kraft Guðs á jörðinni. Jesús hrækti í moldina á jörðinni og útbjó leðju sem hann smurði á augu blinda mannsins. Þegar blindi maðurinn hafði þvegið sér var hann ekki blindur lengur. Hann sá og tók trú!

blindur-faer-sjon

Lítil stelpa lifnar við

Faðir fór til Jesú í örvæntingu sinni því dóttir hans var mjög veik. Í ljós kom að hún var dáin og vinir föðurins báðu hann um að ónáða Jesú ekki meira. Jesús ákvað samt að fara til heim til hans þar sem dóttirin lá. Mikil sorg var á heimilinu en Jesús sagði dótturina ekki dána, hún var bara sofandi. Jesús reisti hana upp frá dauðum!

stelpa-lifnar-vid

Fæðing Jesú

María var ólétt og fór með Jósef til Betlehem. Þar fæddi hún Jesú, son Guðs og lagði hann í jötu. Ef fólk bara hefði vitað hvaða áætlun Guð hafði með líf hans.

faeding-jesu

Týndi sauðurinn

Þessi dæmisaga Jesú fjallar um fjárhirði sem átti 100 kindur. Þegar hann taldi þær uppgötvaði hann að ein þeirra var týnd. Hann leitaði því út um allt. Loksins fann hann hana! Hann kallaði á vini sína og nágranna og fagnaði með þeim. Á sama hátt er mikil gleði og fögnuður á himnum yfir einum syndara sem snýr sér til Guðs.

tyndi-saudurinn

Páll postuli

Sál var heittrúaður Gyðingur og kunni ekki að meta hinn nýja boðskap sem fylgjendur Jesú fluttu. Þegar hann hitti Jesú breyttist líf hans á örskotsstund. Sál varð Páll. Hann varð einn af þeim sem hann hafði ekki þolað áður. Ekki leið á löngu þar til Páll þurfti sjálfur að flýja fólk sem ofsótti kristna.

pall-postuli

Týndi sonurinn

Ungur maður fær fyrirfram greiddan arf frá pabba sínum, eyðir honum í vitleysu og á ekkert eftir. Hann ákveður að fara heim til að óska eftir því að verða vinnumaður pabba síns. Honum til mikillar undrunar tók faðirinn vel á móti honum og fagnaði heimkomu hans. Þetta er ein þekktasta dæmisaga Jesú.

tyndi-sonurinn

Týndi peningurinn

Í þessari dæmisögu á kona tíu silfurpeninga en hún hafði týnt einum þeirra. Hún leitaði og leitaði en fann hann hvergi. Loksins fann hún peninginn. Hún fór til vina sinna og nágranna og fagnaði með þeim. Á sama hátt er mikil gleði og fögnuður á himnum yfir einum syndara sem snýr sér til Guðs.

tyndi-peningurinn

Fátæka ekkjan

Jesús fylgdist með fjölda fólks gefa háar fjárhæðir til musterisins. Þá gekk fátæk ekkja framhjá og gaf tvo smápeninga í baukinn. Jesús sagði lærisveinum sínum að þessi fátæka kona hafi gefið meira en nokkur annar. Hún gaf peninga sem hana munaði um, hún gaf frá hjartanu.

fataeka-ekkjan

Jesús smurður

Símon bauð nokkrum vinum sínum í mat, hann bauð Jesú líka. Á meðan þeir borðuðu kom kona sem hafði syndgað og hafði slæmt orð á sér, sem fór að þvo fætur Jesú og bar á þá ilmsmyrsl. Símon var ekki hrifinn en Jesús sagði honum þá sögu. Sagan fjallaði um menn sem fengu lánaðan pening og voru ekki krafnir endurgreiðslu.

jesus-smurdur

Síðasta kvöldmáltíðin

Jesús og lærisveinarnir fóru til Jerúsalem til þess að halda upp á páskana. Þeir borðuðu fínan mat saman en stemningin breyttist hratt þegar Jesús sagði þeim að einn þeirra myndi svíkja sig. Þegar Jesús hafði rétt Júdasi brauðið fór hann út til að svíkja Jesú. Jesús kenndi þeim máltíð Drottins og sungu svo saman.

kvoldmaltidin

Jesús krossfestur

Leiðtogar kirkjunnar höfðu fengið nóg af Jesú og vildu drepa hann. Júdas fékk greidda 30 silfurpeninga fyrir að svíkja hann. Jesús var handtekinn, dæmdur og húðstrýktur. Hann var svo illa farinn að hann var óþekkjanlegur. Að lokum var hann krossfestur og dó. Allt hristist og skalf og fortjald musterisins rifnaði í tvennt.

krossfestingin

Jesús rís upp frá dauðum

Það er kominn páskadagur og vinkonur Jesú fóru að gröfinni. Þá kom mikill jarðskjálfti og engill birtist. Hann velti steininum frá gröfinni og sagði þeim að Jesús væri upprisinn. Hann bað þær um að segja lærisveinunum frá en á leiðinni hittu þær Jesú! Þær sögðu lærisveinunum að hitta Jesú á fjallinu í Galíleu.

paskadagur

Daníel í ljónagryfjunni

Vitringar konungs þoldu ekki að Daníel væri vitrari en þeir og ákváðu að losa sig við hann. Þeir skrifuðu drög að lögum um að enginn mætti biðja til annars en konungsins, sem konungur svo samþykkti. Daníel óhlýðnaðist og var hent í ljónagryfjuna en Guð sendi engil sem lokaði munni ljónanna.

daniel-i-ljonagryfjunni

Guð talar til Samúels

Samúel fór í musterið ungur og lærði af Elí sem þar var prestur. Samúel þjónaði Guði af einlægni. Eina nóttina vaknaði hann við að einhver kallaði á sig. Hann spratt á fætur og hljóp til Elís. En það var ekki Elí sem kallaði svo Samúel fór aftur að sofa. Þetta gerðist í þrígang. Þá skyldi Elí að það var Guð sem hafði kallað.

samuel

Eldsofninn

Daníel í ljónagryfjunni átti þrjá vini, þá Sadrak, Mesak og Abed-Negó. Nebúkadnesar konungur lét reisa risastóra styttu úr gulli sem allir skyldu tilbiðja en vinirnir harðneituðu. Í kjölfarið voru þeir sendir í eldsofninn. Konungnum brá þegar hann sá fjórða manninn inn í ofninum. Guð var með þeim og bjargaði þeim.

eldsofninn

Örkin hans Nóa

Fleira og fleira fólk fór að gera verri og verri hluti. Guð sá eftir sköpuninni og vildi byrja upp á nýtt. Hann sagði Nóa að smíða örk sem myndi rúma tvö dýr af hverri tegund. Það flæddi um alla jörð en Nói og fjölskyldan hans voru örugg. Guð setti regnbogann á himininn sem minnir okkur á að Guð heldur alltaf loforð sín.

orkin-hans-noa

Adam og Eva

Guð skapaði Adam og Evu og settu þau í Edengarðinn til að rækta hann og vinna. Satan freistaði Evu og þau syndguðu. Guð varð vonsvikinn, hann rak Adam og Evu út úr garðinum og lét verði vakta innganginn. En Guð hafði áætlun. Einn daginn myndi hann senda mann í þennan heim, mann eins og Adam, sem myndi laga allt.

adam-og-eva

Þetta er Jesús

Jesús er sonur Guðs. Þegar Jesús var á jörðinni kenndi hann fólki um ást Guðs til okkar og gerði mörg kraftaverk. Hann læknaði veika og gaf blindum sjón. Hann reisti fólk upp frá dauðum og jafnvel veðrið hlýddi honum. Hann er áhrifamesti maður sögunnar og er besti vinur sem við getum eignast.

jesus
bottom of page