Bænir

Bænin er lykilatriði trúar okkar þar sem við tölum við Guð. Hér eru stuttar bænir sem hægt er að biðja kvölds og morgna alla daga vikunnar með börnunum. Hermibæn er tilvalin þar sem þú segir nokkur orð og barnið endurtekur.

Sunnudagsmorgunn


Elsku Jesús. Takk fyrir daginn sem þú hefur gefið mér í dag og fyrir að hafa dáið fyrir syndir mínar. Takk fyrir að gefa okkur heilagan anda. Hjálpaðu mér að halda fast við þig og fylgja þér þangað sem þú ferð. Í Jesú nafni, Amen.
Sunnudagskvöld


Elsku Jesús. Takk fyrir helgina sem er að verða búin. Takk fyrir allt það skemmtilega sem ég fékk að gera. Viltu gefa mér góða viku og hjálpaðu mér að koma vel fram við alla sem ég hitti. Kenndu mér það sem þú vilt að ég læri í vikunni og opnaðu augu mín fyrir því sem þú vilt að ég sjái. Í Jesú nafni, Amen.
Mánudagsmorgunn


Elsku Jesús. Takk fyrir nóttina og fyrir hvíldina sem ég fékk í nótt. Hjálpaðu mér að koma vel fram við alla sem ég mun hitta í vikunni. Verndaðu mig fyrir öllu illu. Í Jesú nafni, Amen.
Mánudagskvöld


Elsku Jesús. Takk fyrir daginn í dag. Takk fyrir hversu mikið þú elskar mig. Gefðu mér góða nótt í nótt og hjálpaðu mér að sofna. Ég elska þig. Í Jesú nafni, Amen.
Þriðjudagsmorgunn


Elsku Jesús. Takk fyrir allt sem þú hefur skapað. Hjálpaðu þér að muna alltaf eftir þér, sérstaklega þegar mér líður illa eða þegar mér finnst lífið ósanngjarnt. Í Jesú nafni, Amen.
Þriðjudagskvöld


Elsku Jesús. Takk fyrir daginn í dag. Takk fyrir allt fólkið sem ég hitti, takk fyrir fjölskylduna mína og vini mína. Viltu gefa mér góða nótt í nótt og hjálpa mér að sofa vel. Vertu með mér í nótt, þegar í vakna í fyrramálið og allan morgundaginn. Viltu hugga þá sem eiga bágt og líður illa og hjálpa þeim að kynnast þér því að þú gefur frið og gleði sem enginn annar gefur. Í Jesú nafni, Amen.
Miðvikudagsmorgunn


Elsku Jesús. Takk fyrir að ég get alltaf talað við þig og að þú svarar bænum. Hjálpaðu mér að skrökva ekki og stela ekki, heldur segja alltaf satt. Hjálpaðu mér líka að fyrirgefa þeim sem hafa sært mig. Vertu með flóttafólki og hælisleitendum um allan heim og gefðu að þau fái að kynnast þér því að þú gefur frið sem enginn annar gefur. Í Jesú nafni, Amen.
Miðvikudagskvöld


Elsku Jesús. Takk fyrir Biblíuna. Viltu hjálpa mér að lesa hana og skilja hana. Hjálpaðu mér líka að halda ró minni þegar mamma eða pabbi skilja mig ekki. Vertu með kennurunum mínum og gefðu þeim gleði og þolinmæði. Í Jesú nafni, Amen.
Fimmtudagsmorgunn


Elsku Jesús. Takk fyrir að þú ert kærleikur og takk fyrir að þú ert alltaf með mér. Minntu mig á það þegar ég er einmana. Hjálpaðu mér að koma vel fram við alla sem ég hitti í dag og skilja ekki útundan. Í Jesú nafni, Amen.
Fimmtudagskvöld


Elsku Jesús. Takk fyrir að þú heyrir allt sem ég segi og skilur mig. Takk fyrir að vera alltaf til staðar og þykja vænt um mig. Hjálpaðu mér að muna eftir þér þegar mér líður ekki vel. Viltu vera með öllum sem eru ofsóttir fyrir að þekkja þig og gefa þeim frið. Í Jesú nafni, Amen.
Föstudagsmorgunn


Elsku Jesús. Takk fyrir friðinn sem þú gefur og að þú elskar mig. Hjálpaðu mér að upplifa þinn frið, náð, ást og miskunn, sérstaklega þegar mér líður illa í skólanum. Hjálpaðu mér líka að fara vel með það sem þú hefur gefið mér eins og tíma og peninga. Ég elska þig. Í Jesú nafni, Amen.
Föstudagskvöld


Elsku Jesús. Takk fyrir alla virku dagana sem eru að baki. Takk fyrir allt sem ég lærði í vikunni og fyrir allt fólkið sem ég hitti. Viltu gefa mér góða helgi. Hjálpaðu mér að koma vel fram við alla sem ég þekki. Viltu vera með öllum sem eru ofsóttir fyrir að þekkja þig og gefa þeim frið. Í Jesú nafni, Amen.
Laugardagsmorgunn


Elsku Jesús. Takk fyrir matinn sem ég fæ að borða og hreina vatnið sem við höfum. Blessaðu hjarta mitt og heimilið mitt. Hjálpaðu mér að hlýða mömmu og pabba. Viltu gefa að það verði fleiri sem kynnist þér og elski þig. Í Jesú nafni, Amen.
Laugardagskvöld


Elsku Jesús. Takk fyrir að deyja fyrir allt það sem ég hef gert vitlaust, fyrir að syndga, að reiðast, tala illa við vini mína, stríða, leggja í einelti eða hlýða ekki mömmu eða pabba. Takk fyrir áætlunina sem þú hefur fyrir mig og takk fyrir að þú gefur frið. Hjálpaðu mér að verða líkari þér. Vertu með öllum sem eiga bágt og líður illa. Í Jesú nafni, Amen.
Áður en þú biður


  1. Lokaðu augunum og spenntu greipar.
  2. Segðu: „Góði Guð“ eða „Elsku Jesús“ til að bjóða hann velkominn.
  3. Dragðu andann djúpt nokkrum sinnum og gefðu honum tækifæri til að tala við þig. Það getur verið sniðugt að gera eins og Samúel gerði í Gamla testamentinu, hann sagði: „Tala þú, Drottinn, því að þjónn þinn heyrir.“
  4. Farðu með morgun- eða kvöldbæn dagsins.