top of page

Skilmálar

Verið velkomin í Sunnudagaskólann - við erum glöð að fá þig í heimsókn!

Sunnudagaskólinn.is vill deila því sem við gerum með eins mörgum og mögulegt er. Við viljum að myndböndin og annað sem í boði er á vefsíðunni sé notað án endurgjalds á heimilum, í kirkjum og söfnuðum, á ferðalögum og í raun hvar sem er. Við setjum efnið fram með ákveðinn tilgang og hugmynd í huga. Því viljum við ekki að nokkrar breytingar séu gerðar á efninu sem hér er að finna. Ef þú hefur athugasemd eða tillögu um nýtt efni eða eitthvað sem betur má fara er þér frjálst að hafa samband við okkur. Í raun viljum við heyra hvað þér finnst. Skilmálarnir eru því settir til að verja efnið og mannorð vefsíðunnar frá mistúlkun eða misnotkun.

Óheimilt er að afrita efni Sunnudagaskólans að sumu eða öllu leiti til endurdreifingar. Einnig er óheimilt að gera breytingar á því efni sem hér er að finna. Til að gera þetta einfalt, þú mátt horfa, ekki snerta. Þú mátt deila efninu eða sýna það að vild en engar breytingar á því gera. ​Óheimilt er að taka greiðslu fyrir sýningu á efninu. 

Hafirðu spurningar eða athugasemdir við skilmálana biðjum við þig um að hafa samband með því að senda tölvupóst á einararon@einararon.is.

bottom of page