fyrir fjölskylduna
PÁSKA-
FRÆÐSLA
Gleðilega páska!
Um páskana fögnum við lífi, dauða og upprisu Jesú Krists. Bæn okkar er sú að fjölskylda þín geti nýtt þennan bækling til að eiga samverustund og íhuga páskana sem fjölskylda.
Við hvetjum ykkur til að taka frá stund þessa fjóra daga, skírdag, föstudaginn langa, laugardag og páskadag, og íhuga efni dagsins í sameiningu. Byrjið stundina á því að horfa saman á myndband dagsins eða lesa söguna og ræðið svo söguþráðinn og boðskapinn. Spurningarnar í skjalinu eru aðeins tillögur og geta hjálpað ykkur af stað.
Fjölskyldur eru misduglegar að biðja saman og foreldrar mismunandi í stakk búnir að biðja. Bænirnar sem hér má finna eru skrifaðar með það í huga að hægt sé að skipta þeim upp, foreldri segir nokkur orð og barnið endurtekur, svokölluð hermibæn.
Eftir íhugun dagsins höfum við útbúið hugmynd að samverustund þar sem þið gerið eitthvað saman sem fjölskylda og eigið samfélag hvert við annað, spjallið saman og njótið gæðastundar hvert með öðru. Von okkar er sú að börnin öðlist dýpri skilning á því hver þau eru í Kristi og þeirri miklu von sem við eigum í honum.
Notið þessar umræðuspurningar, bænir og samverur til þess að hjálpa fjölskyldunni að heiðra Jesú þessa páska. Hann er upprisinn!