Laugardagskvöld

Elsku Jesús.

Takk fyrir að deyja fyrir allt það sem ég hef gert vitlaust, fyrir að syndga, að reiðast, tala illa við vini mína, stríða, leggja í einelti eða hlýða ekki mömmu eða pabba.

Takk fyrir áætlunina sem þú hefur fyrir mig og takk fyrir að þú gefur frið. Hjálpaðu mér að verða líkari þér.

Vertu með öllum sem eiga bágt og líður illa.

Í Jesú nafni,

Amen.

Untitled design.gif

​​Áður en þú biður

  • Lokaðu augunum og spenntu greipar.

  • Segðu: „Góði Guð“ eða „Elsku Jesús“ til að bjóða hann velkominn.

  • Dragðu andann djúpt nokkrum sinnum og gefðu honum tækifæri til að tala við þig. Það getur verið sniðugt að gera eins og Samúel gerði í Gamla testamentinu, hann sagði: „Tala þú, Drottinn, því að þjónn þinn heyrir.“

  • Farðu með morgun- eða kvöldbæn dagsins.​

Sumir halda að kirkja sé eini staðurinn sem þú getur beðið á en þú getur beðið hvar og hvenær sem er, upphátt eða í hljóði og með opin eða lokuð augun.