top of page
Sumir halda að kirkja sé eini staðurinn sem þú getur beðið á en þú getur beðið hvar og hvenær sem er, upphátt eða í hljóði og með opin eða lokuð augun. Ef þú vilt leiðbeiningar eru þær neðst á síðunni.
Hér birtast bænir alla morgna og öll kvöld fyrir hvern dag vikunnar.
Dagurinn í dag
Áður en þú biður
-
Lokaðu augunum og spenntu greipar.
-
Segðu: „Góði Guð“ eða „Elsku Jesús“ til að bjóða hann velkominn.
-
Dragðu andann djúpt nokkrum sinnum og gefðu honum tækifæri til að tala við þig. Það getur verið sniðugt að gera eins og Samúel gerði í Gamla testamentinu, hann sagði: „Tala þú, Drottinn, því að þjónn þinn heyrir.“
-
Farðu með morgun- eða kvöldbæn dagsins.
bottom of page