top of page

Barnabænir

Kristur minn, ég kalla á þig,

komdu að rúmi mínu.

Gakktu hér inn og geymdu mig,

Guð, í faðmi þínum.

Vaki englar vöggu hjá,
varni skaðanum kalda,
breiði Jesús barnið á
blessun þúsundfalda.

Legg ég nú bæði líf og önd,

ljúfi Jesús, í þína hönd,

síðast þegar ég sofna fer

sitji Guðs englar yfir mér.

Hallgrímur Pétursson

Láttu nú ljósið þitt,

loga við rúmið mitt.

Hafðu þar sess og sæti,

signaði Jesús mæti.

Höfundur ókunnur

Vertu nú yfir og allt um kring

með eilífri blessun þinn,

sitji Guðs englar saman í hring

sænginni yfir minni.

Sigurður Jónsson

Ó, Jesús, bróðir besti

og barnavinur mesti,

æ breið þú blessun þína

á barnæskuna mína.

Páll Jónsson

Faðir vor, þú, sem ert á himnum.

Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,

verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.

Gef oss í dag vort daglegt brauð.

Og fyrirgef oss vorar skuldir

svo sem vér og fyrirgefum

vorum skuldunautum.

Eigi leið þú oss í freistni,

heldur frelsa oss frá illu.

Því að þitt er ríkið,

mátturinn og dýrðin,

að eilífu. Amen.

Matteusarguðspjall 6:9-13

Nú er ég klæddur og kominn á ról,

Kristur Jesús veri mitt skjól,

í guðsóttanum gef þú mér

að ganga í dag svo líki þér.

Höfundur ókunnur

Vertu Guð faðir, faðir minn,

í frelsarans Jesú nafni,

hönd þín leiði mig út og inn,

svo allri synd ég hafni.

Hallgrímur Pétursson

Blessa þú, Drottinn, bæ og lýð,
blessa oss nú og alla tíð,
blessun þína oss breið þú á,
blessuð verður oss hvíldin þá.

Sigurður Jónsson í Presthólum

Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín svo blundi rótt.

Matthías Jochumsson

Vertu, guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.

Hallgrímur Pétursson

Ljúfi  Jesús, láttu mig 
lífs míns alla daga 
lifa þér og lofa þig 
ljúft í kærleiks aga. 

Þorkell G. Sigurbjörnsson

Nú legg ég augun aftur,

ó, Guð, þinn náðarkraftur

mín veri vörn í nótt.

Æ virst mig að þér taka,

mér yfir láttu vaka

þinn engil, svo ég sofi rótt.

Sveinbjörn Egilsson

bottom of page