top of page

og hvað svo?

Við erum sköpuð í ímynd Guðs sem skapaði allt fullkomið. Hann skapaði fullkominn heim. Hann ákvað að gefa fólkinu frjálsan vilja, ef hann hefði stjórnað öllum ákvörðunum hefði engan spenna verið í þessu. Við gerðum mistök sem við köllum synd og syndin skapar aðskilnað milli okkar og Guðs. Þar kemur ný söguhetja til leiks. 

JESÚS

Oft teljum við að við séum of slæm fyrir Guð. Hann vill mig ekkert, ég hef gert svo margt ljótt. Sagan mín, bakgrunnur og mistök eru ekki að hjálpa mér. Hvernig getum við tekið við einhverju sem við eigum ekki skilið? Biblían segir að það er ekkert sem getur aðskilið okkur frá ást Guðs til okkar sem er Jesús Kristur.

Hann er sá eini sem getur frelsað okkur frá skömm og synd og gefur okkur nýtt líf. Við þurfum bara að snúa til hans.

 

Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt né nokkuð annað skapað muni geta gert okkur viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú, Drottni vorum (Rómverjabréfið 8:38-39).

Jesús lifði fullkomnu lífi. Hann var drepinn á hrottafenginn hátt sem hann átti engan vegin skilið en með því varð hann hetja, hann bjargaði okkur, gerði okkur frjáls. Jesús varð frelsari okkar. Hann dó en lifnaði við aftur, frekar crazy. 

Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf (Jóhannes 3:16).

Biðjum.

Góði Guð.
Ég trúi því að þú hafir dáið fyrir mig og að þú hafir risið upp frá dauðum.  Ég bið þig að koma inn í hjarta mitt á þessu augnabliki og frelsa mig frá syndum mínum. Fyrirgefðu allar syndir mínar. Jesús, ég býð þig velkominn inn í líf mitt og bið þig um að taka þar völdin. Fylltu mig af anda þínum. Ég þakka þér fyrir að ég er núna barnið þitt.
Í Jesú nafni, amen.

Hvar sem þú ert á hinni andlegu göngu, þurfa allir að hafa næsta skref. Leyfðu okkur að hjálpa þér að finna þitt. Fylltu út formið á forsíðunni, við höfum samband og hjálpum þér að taka næsta skref.

Taktu næsta skref strax í dag!

Biblíuapp

Ertu ekki með YouVersion Biblíuappið? Sæktu það hér.

Viltu eignast Nýja testamentið?

Orðið (gamla Gídeonfélagið) gefur öllum sem vilja, eintak af Nýja testamentinu að kostnaðarlausu.

bottom of page