Jólaguðspjallið fyrir börn
Á þessum tíma ákvað Ágústus keisari að telja og skrá allan heiminn. Þetta var fyrsta skráningin og var gerð þegar Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. Allir fóru til að skrásetja sig og fór hver til síns heimabæjar. Jósef og unnusta hans, María, fóru úr Galíleu, sem var bær í borginni Nasaret, og til Júdeu, þaðan sem þau voru, í bæ sem heitir Betlehem, þar hafði Davíð konungur búið. María var ólétt en á meðan þau voru í Betlehem, átti María að fæða barnið. Hún fæddi frumburðinn, klæddi hann og lagði í jötu af því að það var ekki pláss fyrir þau í gestaherberginu.
Í sama bæ voru hirðar út í haga og gættu kindanna um nóttina. Allt í einu birtist engill Drottins hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði í kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir. Engillinn sagði við þá: „Ekki vera hræddir því ég er kominn til að segja ykkur frábærar fréttir, og ekki bara fyrir ykkur, heldur frábærar fréttir fyrir alla! Í dag er frelsari ykkar fæddur, það er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Sannið þið til, þið munuð finna ungbarn, klætt í barnaföt og liggjandi í jötu.“
Allt í einu var fjöldi himneskra hersveita með englinum, sem lofuðu Guð og sögðu: „Dýrð sé Guði á himnum og friður á jörðu og góðmennska Guðs yfir öllu fólkinu.
Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin
Hvers vegna heldurðu að hirðarnir hafi orðið hræddir?
Hver var borg Davíðs?
Eldri börnin
Hvers vegna eru það frábærar fréttir að Jesús hafi fæðst?
Þekkjum við svona skráningu í dag?
Biðjið - hægt með hermibæn
Góði Guð. Takk fyrir að senda son þinn, Jesú, í heiminn. Hjálpaðu mér að muna eftir honum þessa jólahátíð. Takk fyrir vonina sem Jesús kom með og friðinn sem hann gefur. Í Jesú nafni, amen.
Frásögnin kemur úr
Lúkasarguðspjall 2:1-14