top of page

Fjórða kennsla:

Hugsjónaríkt líf

Áhrif framtíðarsýnar

Þetta var síðasta ár Katrínar í menntaskóla og hún horfði á alla vini sína sækja um háskóla á meðan hún gerði ekkert. Hún vildi fara í háskóla og vissi að án háskólanáms gæti hún ekki unnið á því sviði sem henni fannst hún eiga að fara inn á. En hún hafði ekki löngun til að gera neitt í því. Hún hafði beðið um leiðsögn Guðs en leið eins og hún væri stödd í þoku og gæti ekki séð næstu hreyfingu. Þetta breyttist allt á einni helgi.


Katrín var að deita strák sem var nýbyrjaður í háskóla og flutti frá Akureyri til Reykjavíkur. Hún fór suður til að heimsækja hann. Hún gisti hjá vinkonu sinni, fór í kennslustundir og lifði háskólalífinu í nokkra daga. Hún elskaði það! Hún ímyndaði sér að fara í kennslustundir, rökræða um málefni dagsins, hanga til fjögur um næturnar með vinum sínum og sofa til eitt daginn eftir. Katrín fattaði að hún var gerð fyrir háskólanám. Þegar hún kom heim lét Katrín ekki viku líða áður en hún var búin að sækja um nám.


Hvað breyttist? Þegar hún heimsótti háskólann uppgötvaði Katrín framtíðarsýn sem var innan seilingar hennar og hún gerði það sem sýn gerir alltaf: Það skapaði ástríðu fyrir því að gera það sem þarf til að láta framtíðarsýn verða að veruleika.


„Sýn Guðs fyrir líf þitt“ getur hljómað yfirþyrmandi. Ekki hafa áhyggjur! Guð ætlast ekki til þess að þú vitir hver megintilgangur lífs þíns er eða hvaða feril hann vill að þú sért á næstu 50 ár. Það er ein merking á sýn. Það er meira eins og að vita að þú eigir að fara í háskóla. Í aðstæðum manns í Biblíunni, sem heitir Nehemía, að þú þurfir að hjálpa til við að laga vegg.


Að laga vegg hljómar kannski ekki eins og eitthvað sem krefst sýnar, en það var upphafið að sýn sem Guð gaf Nehemía. Á þeim tíma voru Gyðingar í útlegð, tæplega 1.500 kílómetra að heiman. Það samsvarar rúmlega hringnum í kringum Ísland. Þeir höfðu tapað stríði sem olli algjörri eyðileggingu musterisins og allar eignir þeirra teknar. Í 70 ár syrgðu þeir missi þjóðar sinnar og skrifuðu hluti eins og: „Hvernig gætum við sungið Drottins ljóð í framandi landi? (Sálmur 137:4).



Það er þar sem við byrjum söguna um Nehemía. Þar lærum við fimm skref til að uppgötva sýn Guðs fyrir líf okkar.



Fimm skref til að uppgötva framtíðarsýn

1. Sjáðu þörfina.

Nehemía hafði miklar áhyggjur af Gyðingum og ástandinu í Jerúsalem, en hann hafði ekki sýn. Hann var eins og Katrín - hann vissi að eitthvað var að og eitthvað þyrfti að gera en gat ekki séð hvað hann ætti að gera eða hvar ætti að byrja.


Bókin hefst á því sem mun á endanum verða upphaf framtíðarsýnar:

Meðan ég var í vígi Súsa, kom Hanani, einn bræðra minna, frá Júda ásamt nokkrum öðrum mönnum, og ég spurði þá um leifar Gyðinga, sem lifað höfðu af útlegðinni, og einnig um Jerúsalem. Þeir sögðu við mig: „Þeir sem eftir eru af þeim sem fluttir voru í útlegð lifa í skattlandinu í mestu eymd og niðurlægingu. Borgarmúrar Jerúsalem hafa verið rofnir og borgarhliðin brennd í eldi“ (Nehemía 1:1b-3).


Sýn Guðs fyrir líf þitt byrjar oft þegar þú færð innsýn í aðstæður sem vekja þig andlega. Þó svo að Nehemía hefði aldrei komið til Jerúsalem gat hann séð borgina, múrana sem hrundu og þjáningar fólksins. Þetta fyrsta skref er rólegt. Oft sér það enginn nema þú og Guð.


2. Finndu þörfina.

Þegar þú sérð þörfina færðu áhyggjur sem vinnur sig úr huganum, inn í hjartað og þú finnur að þú vilt gera eitthvað í stöðunni. Stundum tekur smá tíma að tengjast því sem þú sást tilfinningalega en stundum gerist það allt í einu, eins og það gerði hjá Nehemía.


Þegar ég heyrði þessar fréttir settist ég niður og grét. Ég syrgði dögum saman, fastaði og bað frammi fyrir Guði himinsins (Nehemía 1:4).


Á hverjum degi sérðu þarfir fólks í kringum þig. Sumar þarfir hafa eflaust setið í huganum en aðrar gætu hafa fest rætur í hjarta þínu. Þú gætir jafnvel hafa grátið eða fundið til reiði vegna þess.


3. Finndu fyrir byrði fyrir þörfina.

Þörfin og ástríðan sem þú finnur í hjarta þínu heldur áfram að vaxa þar til þú veist að ef þú gerir ekki eitthvað í þessu muntu springa. Þú getur séð þetta hjá Nehemía í lok fjórða versins. Hann sá hve mikil þörfin var og byrjaði á því eina sem hann vissi að var nógu stórt til að takast á við það: Guð. Hann lýsti byrði sinni fyrir að gera eitthvað með því að gera eitthvað: að fasta og biðja.


4. Trúðu að þú getir mætt þörfinni.

Nehemía trúði ekki að hann gæti gert við vegginn einn, en hann vissi að hann gæti stjórnað verkefninu með nægan mannskap og efni. Heimurinn segir ungu fólki að þú þurfir að bíða með að gera eitthvað stórt eða mikilvægt þegar Biblían segir hið gagnstæða:

Lát engan líta smáum augum á æsku þína en ver fyrirmynd trúaðra í orði og hegðun, í kærleika, trú og hreinlífi (1. Tímóteusarbréf 4:12).


Ungt fólk skiptir máli, jafnvel í stærstu vandamálum.


5. Gríptu til aðgerða til að mæta þörfinni.

Rétt viðbrögð við sýn frá Guði er framkvæmd. Góð leið til að hrinda áætlun í framkvæmd er að gera SMART markmið. Skýr markmið, mælanleg, aðgerðamiðuð, raunhæf og tímasett. Það er það sem Nehemía gerir og við fáum að sjá árangurinn af skipulagningu hans þegar hann biður konunginn um leyfi til að endurbyggja múrinn:


Konungur spurði: „Hvers beiðistu þá?“ Ég gerði bæn mína til Guðs himinsins og svaraði því næst konungi: „Ef þú, konungur, telur það rétt, og ef þú telur þjón þinn færan um það, sendu mig þá til Júda, til borgarinnar sem geymir grafir feðra minna, svo að ég geti endurreist hana.“ Þá spurði konungur – en við hlið honum sat drottning: „Hve lengi verður þú fjarverandi? Hvenær kemurðu aftur?“ Konungi þóknaðist að senda mig þegar ég hafði tiltekið við hann ákveðinn tíma. Því næst sagði ég við konung: „Telji konungur rétt ætti að fá mér bréf til landstjóranna í skattlandinu handan fljóts til þess að þeir leyfi mér að fara yfir lönd sín og ég komist alla leið til Júda. Einnig ætti að fá mér bréf til Asafs, konunglegs skógarvarðar, til þess að hann fái mér við til að gera bjálka í hlið musterisvirkisins, borgarmúrana og húsið sem ég mun búa í.“ Konungur gerði þetta þar sem Guð hélt verndarhendi yfir mér. Þegar ég kom til landstjóranna í skattlandinu handan fljóts afhenti ég þeim bréf konungs. Konungur hafði sent með mér liðsforingja og riddara. Þegar Sanballat frá Hóron og Tobía, konungsþjónn frá Ammón, fréttu þetta þótti þeim mjög miður að kominn væri maður sem ætlaði að gæta hagsmuna Ísraelsmanna (Nehemía 2:4-9).



Hópumræður

1. Hvað kemur upp í hugann þegar þú hugsar um orðið „sýn“?

2. Hefur þér einhvern tíma liðið eins og Nehemía, þar sem þú vissir að þú þyrftir að gera

eitthvað en vissir ekki hvað og hafðir ekki hvatningu til að gera það? Deildu þeirri sögu.

3. Hugmyndin um framtíðarsýn byggist á því að sjá þarfir annarra. Hvað er það við að sjá þarfir annarra (öfugt við þínar eigin þarfir) sem hvetur til sýnar?

4. Við höfum unnið að því að gera eitthvað fyrir Guð. Hvert skrefanna hefurðu prófað?


bottom of page