top of page

Laugardagur

AFNEITUN PÉTUS

SAGAN BYGGIST Á

Jóhannes 18:1-18, 25-27 og 21:12-19


BIBLÍUSAGAN

Kvöldið sem Jesús var handtekinn, fóru Jesús og nokkrir lærisveinanna, í garð til að biðja. Júdas hafði ákveðið að svíkja Jesú. Júdas þekkti garðinn vel því þeir höfðu oft hist þar. Hann tók með sér hermenn og verði úr musterinu. Þeir komu í garðinn með blys, lampa og vopn.


Pétur, einn lærisveina Jesú, tók upp sverðið sitt og hjó annað eyrað af þjóni æðsta prestsins. Jesús sagði Pétri að ganga frá sverðinu. „Á ég ekki að gera það sem faðir minn hefur ákveðið?“ spurði Jesús. Mennirnir handtóku Jesú og Pétur elti þá að húsi æðsta prestsins. Þrisvar sinnum var Pétur spurður: „Ert þú ekki einn af lærisveinum Jesú?“ og þrisvar sinnum svaraði hann: „Nei, það er ég ekki.“ Þá galaði haninn.


Jesús dó, var grafinn og reis upp frá dauðum, alveg eins og hann hafði lofað. Nokkrum dögum seinna voru Pétur og nokkrir hinna lærisveinanna að veiða. Þeir höfðu ekkert veitt alla nóttina. Jesús kallaði til þeirra frá ströndinni en lærisveinarnir þekktu hann ekki. Jesús hrópaði: „Kastið netinu hinu megin!“ Þegar þeir hlýddu honum, fylltist netið af fisk. Þá föttuðu þeir að þetta var Jesús. Pétur stökk út í vatnið og óð að ströndinni. Eftir morgunmatinn spurði Jesús Pétur: „Pétur, elskar þú mig?“ og Pétur svaraði: „Þú veist að ég elska þig.“ Jesús spurði Pétur að því sama tvisvar sinnum í viðbót. Í öll skiptin svaraði Jesús: „Passaðu lömbin mín.“ Þá sagði Jesús: „Fylgdu mér.“


BOÐSKAPUR SÖGUNNAR

Þegar Pétur var spurður um það hvort hann þekkti Jesú, sagði Pétur ósatt. Ekki bara einu sinni, heldur þrisvar sinnum. Pétur sagðist ekki þekkja Jesú. Þegar Jesús spurði Pétur hvort hann elskaði sig, spurði hann jafn oft, þrisvar sinnum. Jesús elskaði Pétur og fyrirgaf honum, þó svo að Pétur hafi logið og ekki sagst þekkja Jesú. Jesús kom til að fyrirgefa okkur. Hann dó á krossinum og lifnaði við svo að okkur sé fyrirgefið og eigum líf með Guði.


SPURÐU TIL AÐ SKAPA SAMRÆÐUR

Að hverju spurði Jesús Pétur þrisvar sinnum? Elskar þú mig?

Hvernig getur þú sýnt öðrum að þú elskir og treystir Jesú?


BIÐJIÐ - HÆGT MEÐ HERMIBÆN

Góði Guð. Takk fyrir að þú fyrirgefur mér. Hjálpaðu mér og fjölskyldunni minni, að elska þig, treysta þér og fylgja þér. Í Jesú nafni, amen.

VERKEFNI

Að hugsa um syndir okkar sem Jesús tók á sig á krossinum.


ÞÚ ÞARFT
  • Ísspítu

  • Þrjú m&m, jelly beans, hnetur eða annað sambærilegt


LEIÐBEININGAR
  • Allir fá eina ísspítu. Þær er hægt að kaupa í föndurbúðum, Tiger og Søstrene Grene en geta líka verið af íspinna.

  • Þegar leikurinn byrjar setja allir þátttakendur spítuna í munninn og þurfa að halda þremur baunum á spítunni. Sá fyrsti til að halda þeim á spítunni í 10 sekúndur vinnur. Til að gera leikinn erfiðari má lengja tímann, bæta við baunum eða útsláttarkeppni.

  • Ræðið um það ranga sem Pétur gerði í sögunni í dag. Pétur syndgaði þegar hann sveik vin sinn. Við höfum öll syndgað og gert eitthvað sem við áttum ekki að gera. Guð sendi Jesú í heiminn til að taka refsingu syndarinnar á sig. Við þurftum að bera baunirnar með munninum en við þurfum ekki að bera þyngd syndarinnar lengur. Þegar við treystum Jesú, fyrirgefur Guð okkur.

Fjölskyldusamvera

bottom of page