top of page

Föstudagurinn langi

JESÚS KROSSFESTUR

HORFIÐ Á MYNDBANDIÐSAGAN BYGGIST Á

Matteus 26:36-27:56

Markús 14:32-15:41

Lúkas 22:39-23:49

Jóhannes 18:1-19:37


SPURÐU TIL AÐ SKAPA SAMRÆÐUR

Yngstu börnin

Hvernig vissu hermennirnir hvern átti að handtaka? Þeir áttu að handtaka þann sem Júdas kyssti.

Hvers vegna varð Jesús að deyja? Til þess að bjarga fólki frá syndum þess.

Hvað gerðist um hádegið? Klettar klofnuðu, grafir opnuðust og fortjald musterins rifnaði í tvennt.


Eldri börnin

Hvers vegna fór Jesús ekki af krossinum ef hann var Guð? Jesús hafði örugglega kraftinn til að losa sig af krossinum. Hann vildi ekki fara af krossinum. Það voru ekki naglar sem stoppuðu hann, það var ást hans til okkar.

Hvers vegna gat Jesús ekki bara dáið venjulegum dauða og lifnað við aftur? Guð hafði ákveðið að synd yrði bara afmáð með blóði, þess vegna fórnaði fólk dýrum í Gamla testamentinu. Að deyja venjulegum dauða hefði ekki verið fórn. Dauði Jesú hafði merkingu því hann fórnaði lífi sínu. Ef Jesús hefði dáið venjulegum dauða hefði fólk getað sagt að hann hefði bara verið sofandi. Þess vegna varð dauði hans að vera augljós öllum.


BIÐJIÐ - HÆGT MEÐ HERMIBÆN

Góði Guð. í dag minnist ég sársauka og dauða Jesú Krists. Takk fyrir að senda son þinn í þennan heim til þess að deyja fyrir syndir mínar og allt það ranga sem ég hef gert. Takk fyrir að sagan endaði ekki á krossinum. Hjálpaðu mér að vera til staðar fyrir þá sem þurfa aðstoð mína. Í Jesú nafni, amen.

VERKEFNI

Að hugsa um syndir okkar sem Jesús tók á sig á krossinum.


ÞÚ ÞARFT
  • Nokkra pappírsmiða fyrir hvern fjölskyldumeðlim

  • Einn nagla fyrir hvern fjölskyldumeðlim

  • Hamar

  • Spítu


LEIÐBEININGAR
  • Ræðið mikilvægi krossfestingarinnar og hve dýrar syndir okkar voru fyrir Jesú.

  • Talið um „litlu syndirnar“ sem við hugsum ekki mikið um. Ræðið syndir sem eru orðnar að ávana og er erfitt að brjóta. Hjálpið börnunum að sjá hluti í þeirra lífi sem þarfnast leiðréttingar og fyrirgefningar. Sársauki, niðurlæging og dauði Jesú á krossinum var mín vegna og þín vegna. Það ranga sem við gerum er að snúa frá Guði og fara okkar eigin leið.

  • Látið hvern fjölskyldumeðlim fá nokkra miða og biðjið þá um að skrifa (eða teikna) syndir í eigin lífi. Gerið þetta í einrúmi, þetta er milli hvers og eins og Guðs.

  • Spjallið um naglana, hve stórir þeir voru og hve sársaukafullt það hefur verið að fá þá í gegnum hendurnar eða úlnliði. Neglið miðana ykkar á spítuna, eitt ykkar í einu.

  • Skiljið þessar syndir eftir á spítunni. Það er búið að greiða fyrir þessar syndir. Það er fullkomnað. Þakkið Guði!

  • Eftir að börnin sofna á laugardagskvöld, takið þá miðana af og hendið þeim. Þegar börnin vakna á páskadag er spítan tóm! Naglarnir mega vera eftir.

Fjölskyldusamvera

bottom of page