top of page

Páskadagur

JESÚS RÍS UPP FRÁ DAUÐUM

HORFIÐ Á MYNDBANDIÐ



SAGAN BYGGIST Á

Matteus 27:57-28:20


SPURÐU TIL AÐ SKAPA SAMRÆÐUR

Yngstu börnin

Hvað gerðist á páskadag? Jesús reis upp frá dauðum.

Hvað var Jesús lengi dáinn? Í þrjá daga.

Hvar var Jesús lagður eftir að hann var dáinn? Í gröf sem höggvin var í klett, svona eins og hellir.


Eldri börnin

Ef þú hefðir komið að tómri gröf, hvernig hefði þér liðið? Hvað hefðirðu gert?

Hvað eða hver í kringum þig sannar að Jesús er lifandi?

Hvað hjálpar þér að trúa að Jesús lifir?

Að borða er mikilvægt. Hvað finnst þér gott við að borða með fjölskyldunni þinni? Hvernig er Jesús með þér á meðan við borðum?


BIÐJIÐ - HÆGT MEÐ HERMIBÆN

Góði Guð. Takk fyrir að þú elskar mig og að þú efnir alltaf loforð þín. Takk fyrir að þú reistir Jesú upp frá dauðum og hann lifir enn í dag. Hjálpaðu mér að muna að hann býr í hjartanu mínu og að ég get talað við hann hvenær sem er. Í Jesú nafni, amen.

VERKEFNI

Að minnast upprisu Jesú með því að velta stóra steininum frá gröf Jesú í gegnum leik.


ÞÚ ÞARFT
  • Tvo bolta


LEIÐBEININGAR
  • Standið í hring og setijið annan boltann í miðju hringsins.

  • Útskýrið að boltinn í miðjunni sé eins og steinninn fyrir opi grafarinnar sem Jesús var lagður í.

  • Yngsti fjölskyldumeðlimurinn byrjar með hinn boltann (eftir því sem þroski leyfir) og segir frá einhverju sem barnið hefur lært síðustu daga um líf, dauða og upprisu Jesú. Eftir að hafa sagt frá því er boltanum rúllað og reint að ýta „dyrum“ grafarinnar út úr hringnum. Eftir það á næsti leik.


AÐRIR LEIKIR

Aðstæður heima fyrir geta verið fjölbreyttar svo það gæti þurft að heimfæra leikinn upp á ykkar aðstæður. Markmiðið er fyrst og fremst að gera eitthvað saman. Hér eru fleiri leikir.

  • Finnið stærsta steininn í garðinum. Það má líka kíkja út í móa eða niður í fjöru til að leita að stórum steinum.

  • Tilraun til að kasta bolta til himna. Jesús fór til himna, getur þú hent bolta jafn hátt?

  • Steinninn sem var fyrir grafaropinu var mjög stór. Leitið að stærsta steini sem þið getið mögulega fundið og reynið að ýta honum (þið ættuð ekki að geta það). Talið um hvað það hefur verið merkilegt að steininum hafi verið velt frá.

Fjölskyldusamvera

bottom of page