Skírdagur
SÍÐASTI KVÖLDMATURINN MEÐ JESÚ
HORFIÐ Á MYNDBANDIÐ
SAGAN BYGGIST Á
Matteus 26:14-30
SPURÐU TIL AÐ SKAPA SAMRÆÐUR
Yngstu börnin
Hvers vegna voru Jesús og lærisveinarnir á leiðinni til Jerúsalem? Páskahátíðin var að hefjast.
Hver sveik Jesú? Júdas.
Hvernig áttum við að minnast Jesú? Með brauði og víni.
Eldri börnin
Hvers vegna heldurðu að Júdas hafi svikið Jesú? Biblían gefur græðgi sem ástæðu. Guðspjöllin segja líka að Júdas hafi verið andsetinn af Satan.
Hvernig heldurðu að Jesú hafi liðið þetta kvöld og hvers vegna? Hann vissi að þetta yrði síðasta máltíðin með vinum sínum. Hann vissi líka að þetta þurfti að gerast til að frelsa fólk frá syndum þess. Hann hlýtur að hafa verið leiður, hræddur og kvíðinn en líka fundið til ábyrgðar því hann vissi að þetta þurfti að gerast. Enginn annar leggur líf sitt í sölurnar fyrir vini sína en sá sem er fullur af ást og kærleika.
BIÐJIÐ - HÆGT MEÐ HERMIBÆN
Góði Guð. Takk fyrir að senda son þinn, Jesú, í þennan heim. Takk fyrir fyrirmyndina sem við eigum í honum. Undirbúðu hjarta mitt fyrir það að hitta hann einn daginn. Í Jesú nafni, amen.
VERKEFNI
Að baka ósýrt brauð en það er samskonar brauð og Jesús borðaði með lærisveinum sínum á skírdag.
INNIHALD
3 dl hveiti
1 dl jurtaolía
Salt á hnífsoddi
1 dl vatn
LEIÐBEININGAR
Hitið ofninn í 220°C.
Blandið saman hveitinu, olíunni og saltinu.
Bætið vatninu við og blandið vel saman.
Skiptið deiginu í 7 jafn stórar kúlur og fletjið þær í hringi á bökunarpappír.
Setjið brauðið í ofn.
Snúið brauðinu við eftir fjórar mínútur svo það verði brúnt á báðum hliðum.
Bakið þar til brauðið er tilbúið, í 8-10 mínútur.
Setjið fullt af Nutella á brauðið svo hægt sé að borða það 🙈