top of page

Daníel í ljónagryfjunni átti þrjá vini, þá Sadrak, Mesak og Abed-Negó. Nebúkadnesar lét reisa ristastóra styttu úr gulli, 30 metrar á hæð, sem allir skyldu tilbiðja, annars yrði þeim kastað í logandi ofn. Fólk þorði ekki öðru en að hlíða, allir nema vinirnir þrír. Konungurinn varð brjálaður og vinirnir voru sendir í eldsofninn með allar eigur sínar meðferðis, hvorki tangur né tetur af þeim átti að vera eftir. Hitinn frá ofninum var svo mikill að hermennirnir sem gengu með vinina að ofninum dóu. Þegar konungurinn leit inn í ofninn brá honum í brún því þar sá hann fjóra menn, ekki bara þrjá. Konungurinn kallaði þá á þá og þeir komu heilir á höldnu úr ofninum. Þeir þorðu að óhlýðnast reglum konungs og Guð bjargaði þeim. Nebúkadnesar skyldi þá að þeirra Guð væri hinn sanni Guð, því enginn annar guð gæti frelsað eins og hann. Þeir Sadrak, Mesak og Abed-Negó voru hækkaðir í tign.

Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin

Af hverju beygðu vinirnir sig ekki fyrir styttunni? Af því þeir trúðu á Guð og vildu ekki tilbiðja einhvern annan en Guð.

Hver var fjórði maðurinn inni í eldsofninum með vinunum? Engillinn.

Hvers vegna brunnu vinirnir ekki í eldsofninum? Vegna þess að Guð verndaði þá.

Eldri börnin

Hvers vegna vildi kóngurinn láta alla tilbiðja styttuna sína?

Hvers vegna birtist engillinn inni í eldsofninum með vinunum?

Getur Guð bjargað þér úr erfiðum aðstæðum eins og hann bjargaði vinunum úr eldsofninum? Hvernig aðstæðum?

Biðjið - hægt með hermibæn

Góði Guð.
Þakka þér fyrir að þú bjargaðir vinunum frá vonda kónginum. Viltu bjarga mér líka hvenær sem ég þarf hjálp.
Í Jesú nafni,
Amen.

Sagan er byggð á

Daníel 3:1-30

Tengdar sögur til að segja frá
bottom of page