Á meðan Jesús beið í Jerúsalem eftir páskahátíðinni, kenndi hann daglega í musterinu um Guðs ríki og hvað ætti eftir að gerast. Eitt sinn leit Jesús upp og fylgdist með mörgu ríku fólki gefa stórar gjafir til musterisins. Í þann mund kom fátæk ekkja sem gaf bara tvo litla peninga. Jesús vissi að ríka fólkið gaf það sem það þurfti ekki en hann vissi að ekkjan gaf allt sem hún átti. Hann sagði því fólkinu í kringum sig að þessi fátækja ekkja hafi gefið meira en allir hinir (Markús 12:41-44) 🪙🪙 Jesús er ekki eins og aðrir konungar sem meta ríkidæmi eftir miklum peningum og öðrum auðæfum. Jesús kenndi okkur að safna ekki fjársjóðum á jörðinni heldur safna fjársjóðum á himni því hvar sem fjársjóður okkar er, þar mun hjartað okkar vera (Matteus 6:19-21) 👑
Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin
Hvers vegna gaf fátæka konan meira til kirkjunnar heldur en allir hinir, þó svo að hún hafi aðeins gefið tvær krónur? Því að hún gaf allt sem hún átti.
Hvort horfir Jesús á það hversu marga peninga við eigum eða hvort við séum með gott hjarta? Jesús horfir alltaf frekar á hjartað okkar heldur en peningana.
Eldri börnin
Hver er boðskapur sögunnar? Boðskapurinn er örugglega ekki sá að við eigum að gefa allt frá okkur. Fólk kom með mikið af peningum og gaf til kirkjunnar og Jesús tók eftir því. Þessi fátæka ekkja lét eflaust lítið á bera hve „lítið“ hún setti í baukinn. Kannski er boðskapurinn auðmýkt. Gjöfin hennar sýnir líka að hún treyst Guði fyrir öllu sínu.
Biðjið - hægt með hermibæn
Góði Guð.
Þakka þér fyrir að þú hjálpar þeim sem treysta þér. Viltu hjálpa mér að treysta þér.
Í Jesú nafni,
Amen.
Sagan er byggð á
Markús 12:41-44
Tengdar sögur til að segja frá
Peningur í munni fisksins
Ríki bóndinn
Að eignast eilíft líf (Matteus 19:16)