top of page

Jesús læknar holdsveika

Tíu menn voru svo veikir að þeir höfðu verið útskúfaðir úr samfélaginu. Þeir máttu ekki búa með fjölskyldum sínum og ekki verið með vinum sínum. Þeir hittu Jesú og báðu hann um að lækna þá en Jesús sendi þá beint til prestsins en hann var sá sem gat sagt þeim hvort þeir væru heilbrigðir. Á leiðinni til prestsins fóru þeir að líta betur út og þeim leið betur. Þeir höfðu allir læknast! Þeir drifu sig til prestsins, allir nema einn. Hann mundi eftir því að þakka Jesú fyrir.

Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin

Hvað hét sjúkdómurinn sem mennirnir voru með? Holdsveiki.

Hvern báðu mennirnir um að hjálpa sér? Jesús.

Hvað læknaði og frelsaði mennina? Trú þeirra á Guð.

Eldri börnin

Getur Guð læknað okkur ef við verðum veik eins og hann læknaði mennina með holdsveikina?

Hefur einhver gert eitthvað fallegt fyrir þig? Mundir þú eftir að þakka fyrir?

Hefurðu þakkaði Guði fyrir eitthvað nýlega?

Biðjið - hægt með hermibæn

Góði Guð.
Þakka þér fyrir að þú getur læknað þá sem eru veikir. Viltu hjálpa mér að muna að biðja fyrir þeim sem ég þekki og eru veikir. Viltu lækna þá.
Í Jesú nafni,
Amen.

Sagan er byggð á

Lúkas 17:11-19

Tengdar sögur til að segja frá

Hægt er að fjalla um kraftaverk Jesú

bottom of page