top of page

Jesús skírður

Jóhannes skírari var frændi Jesú. Hann var fylltur heilögum anda Guðs. Hann bjó í eyðimörk og borðaði hunang og engisprettur. Hann sagði fólki frá því að Kristur myndi koma og að það þyrfti að iðrast synda sinna og bæta hegðun sína. Fólk kom víða að til að hlusta á Jóhannes tala um Guð og láta hann skíra sig. Einn daginn kom Jesús til Jóhannesar þar sem hann var að skíra og bað hann um að skíra sig. Jóhannes tók það ekki í mál og sagði að Jesús þyrfti að skíra sig. Jesús gaf þetta ekki eftir og Jóhannes skírði hann. Þegar Jesús steig upp úr vatninu opnaðist himininn og heilagur andi kom yfir hann eins og dúfa. Þá heyrðist rödd Guðs sem sagði: „Þetta er minn elskaði sonur, sem ég hef útvalið.“ Augnablikið sem allir spádómarnir höfðu fjallað um var komið, þetta var Messías!

Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin

Hvað var Jóhannes kallaður og hvers vegna? Jóhannes skírari því hann skírði fólk í ánni Jórdan.

Hver kom á eftir Jóhannesi sem allir áttu að trúa á? Jesús.

Hvað kom yfir Jesú þegar hann kom upp úr vatninu? Heilagur andi í formi dúfu.

Eldri börnin

Hvers vegna vildi Jóhannes ekki skíra Jesú? Jóhannes vissi hver Jesús var, hann var sonur Guðs. Jóhannesi fannst hann ekki þess verður að skíra Jesú.

Hvers vegna vildi allt fólkið láta skíra sig? Það vildi iðrast synda sinna og fá nýtt upphaf. Þau vildu fylgja Jesú.

Hvers vegna átti fólk að iðrast synda sinna? Hvaða synda þarft þú að iðrast?

Biðjið - hægt með hermibæn

Góði Guð.
Þakka þér fyrir að þú sendir Jesú í þennan heim til að deyja fyrir syndir mínar. Viltu hjálpa mér að heyra þig tala eins og Jesús gerði. Sýndu mér til hvers þú hefur kallað mig eins og Jóhannes vissi.
Í Jesú nafni,
Amen.

Sagan er byggð á

Matteus 3

Tengdar sögur til að segja frá
  • Jesú freistað í óbyggðum

  • Jesús velur sér lærisveina

  • Fjallræðan

bottom of page