top of page

Jesús krossfestur

Þetta var heldur betur viðburðaríkur dagur í lífi Jesú. Hann borðaði kvöldmat með lærisveinum sínum, var handtekinn og tekinn af lífi, allt sama sólarhringinn. Við vitum þó hvernig sagan endar. Jesús lifnaði við þremur dögum síðar.

Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin

Hvernig vissu hermennirnir hvern átti að handtaka? Þeir áttu að handtaka þann sem Júdas kyssti.

Hvers vegna varð Jesús að deyja? Til þess að bjarga fólki frá syndum þess.

Hvað gerðist um hádegið? Klettar klofnuðu, grafir opnuðust og fortjald musterins rifnaði í tvennt.

Eldri börnin


Hvers vegna fór Jesús ekki af krossinum ef hann var Guð? Jesús hafði örugglega kraftinn til að losa sig af krossinum. Hann vildi ekki fara af krossinum. Það voru ekki naglar sem stoppuðu hann, það var ást hans til okkar. 

Hvers vegna gat Jesús ekki bara dáið venjulegum dauða og lifnað við aftur? Guð hafði ákveðið að synd yrði bara afmáð með blóði, þess vegna fórnaði fólk dýrum í Gamla testamentinu. Að deyja venjulegum dauða hefði ekki verið fórn. Dauði Jesú hafði merkingu því hann fórnaði lífi sínu. Ef Jesús hefði dáið venjulegum dauða hefði fólk getað sagt að hann hefði bara verið sofandi. Þess vegna varð dauði hans að vera augljós öllum.

Biðjið - hægt með hermibæn

Góði Guð. í dag minnist ég sársauka og dauða Jesú Krists. Takk fyrir að senda son þinn í þennan heim til þess að deyja fyrir syndir mínar og allt það ranga sem ég hef gert. Takk fyrir að sagan endaði ekki á krossinum. Hjálpaðu mér að vera til staðar fyrir þá sem þurfa aðstoð mína. Í Jesú nafni, amen.

Sagan er byggð á

Matteus 26:36-27:56

Markús 14:32-15:41

Lúkas 22:39-23:49

Jóhannes 18:1-19:37

Tengdar sögur til að segja frá
  • Pétur afneitar Jesú þrisvar.

  • Fleiri atburðir sem gerðust í Getsemane.

  • Réttarhöldin yfir Jesú.

  • Jesús týnist 12 ára gerðist yfir páskana.

bottom of page