top of page

Jesús rís upp frá dauðum

Nú dregur til tíðinda. Síðustu dagar höfðu verið erfiði fyrir vini Jesú. Þess vegna urðu allir hissa þegar Jesús birtist þeim aftur, hélt áfram að kenna og undirbjó þá fyrir það sem koma skyldi. Jesús er með okkur alla daga, allt til enda heimsins.

Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin

Hvað gerðist á páskadag? Jesús reis upp frá dauðum.

Hvað var Jesús lengi dáinn? Í þrjá daga.

Hvar var Jesús lagður eftir að hann var dáinn? Í gröf sem höggvin var í klett, svona eins og hellir.

Eldri börnin

Að borða er mikilvægt. Hvað finnst þér gott við að borða með fjölskyldunni þinni?

Hvernig er Jesús með þér á meðan við borðum?

Ef þú hefðir komið að tómri gröf, hvernig hefði þér liðið?

Hvað hefðirðu gert?

Hvað eða hver í kringum þig sannar að Jesús er lifandi?

Hvað hjálpar þér að trúa að Jesús lifir?

Biðjið - hægt með hermibæn

Góði Guð. Takk fyrir að þú elskar mig og að þú efnir alltaf loforð þín. Takk fyrir að þú reistir Jesú upp frá dauðum og hann lifir enn í dag. Hjálpaðu mér að muna að hann býr í hjartanu mínu og að ég get talað við hann hvenær sem er. Í Jesú nafni, amen.

Sagan er byggð á

Matteus 27:57-28:20

Tengdar sögur til að segja frá
  • Tómas efast.

  • Jesús birtist lærisveinunum upprisinn.

  • Jesús eldar fisk á ströndinni.

  • Jesús týnist 12 ára gerðist yfir páskana.

bottom of page