top of page

Guð talar til Samúels

Hanna hafði lengi þráð að eignast barn en gat það ekki. Hún bað því Guð að gefa sér barn og stuttu síðar varð hún barnshafandi. Barnið fékk nafnið Samúel en það þýðir „Guð heyrði“. Hanna eignaðist fimm börn til viðbótar. Þegar Samúel hafði aldur til, fór Hanna með hann í kirkjuna og skyldi hann eftir þar til að læra af Elí. Hanna og Samúel hittust árlega eftir það. Samúel þjónaði Guði af einlægni. Eina nóttina vaknaði hann við að einhver kallaði á sig. Hann spratt á fætur og hljóp til Elís. En það var ekki Elí sem kallaði svo Samúel fór aftur að sofa. Aftur var hrópað á Samúel sem fór rakleitt til Elís. Aftur var það ekki Elí og Samúel fór aftur að sofa. Í þriðja sinn var kallað á Samúel sem var viss um að þetta væri Elí. Elí áttaði sig þá á því að það Guð var að tala við Samúel. Enn einu sinni var kallað og Samúel hlustaði. Guð talaði oft til hans og Samúel óx og dafnaði og varð þekktur spámaður og dómari í Ísrael.


Þegar Elí lést varð Samúel prestur í Ísrael. Eitt af verkum hans var að smyrja bæði Sál og Davíð til konungs.

Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin

Hvar átti Samúel heima? Í kirkjunni (húsi Guðs, musterinu).

Hverju lofar Hanna Guði? Hvers vegna? Hún lofar að gefa Samúel til Guðs til þess að sýna honum þakklæti sitt.

Eldri börnin

Efnir þú alltaf loforð þín eins og Hanna gerði?

Hefur þú einhvern tíman heyrt í Guði tala til þín eins og hann talaði við Samúel? Það gerist ekki oft að fólk heyri í Guði með eyrunum en það gerist enn í dag.

Biðjið - hægt með hermibæn

Góði Guð.
Takk fyrir að þú talar enn í dag eins og þú gerðir í gamla daga. Hjálpaðu mér að heyra þegar þú talar. Tala þú, Drottinn, því að þjónn þinn heyrir.
Í Jesú nafni,
Amen.

Sagan er byggð á

Fyrri Samúelsbók 1-3

Tengdar sögur til að segja frá
  • Samúel smyr Sál til konungs

  • Samúel smyr Davíð til konungs

  • Davíð og Golíat

bottom of page