top of page

Lítil stelpa lifnar við

Jaírus átti aðeins eina dóttur, 12 ára gamla, sem var orðin mjög veik. Hann átti líklega mikið af peningum en það hjálpaði honum ekkert. Í örvæntingu sinni fór Jaírus til Jesú og ætlaði að láta á það reyna að hann myndi lækna hana, hann hafði heyrt af kraftaverkum hans og hann hafði svo sem engu að tapa. Jesús fór með honum en á leiðinni fékk Jaírus verstu mögulegu fréttir. Dóttir hans var dáin. Jesús sagði honum að hafa ekki áhyggjur og trúa því besta. Þegar Jesús mætti heim til fjölskyldunnar öskruðu allir og grétu af sársauka og söknuði og þegar Jesús sagði þeim að slaka á, hlógu þau að honum, þau vissu að hún var dáin. Jesús rak þá alla út. Hann tók í hönd stelpunnar og sagði henni að rísa upp. Hún gerði það. Hún hafði lifnað við!


Í sömu sögu, þegar Jesús og Jaírus tróðu sér í gegnum mannfjöldann, var kona sem snerti föt Jesú og læknaðist við það. Hún hafði verið veik í átján ár. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Jesús reisti fólk upp frá dauðum og ekki í það síðasta heldur. Jesús er enn að gefa fólki líf, nýtt líf, og heldur því áfram þar til hann kemur aftur.

Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin

Hvað bað Jaírus Jesú um að koma og gera? Lækna stelpuna hans.

Af hverju voru allir leiðir þegar að Jesús kom að húsi Jaírusar? Því að dóttir Jaírusar var dáin (eða fólk taldi hana dána).

Hvað gerði Jesús? Læknaði dóttur Jaríusar.

Eldri börnin

Hvers vegna sendi Jesús alla út úr húsinu?

Hvernig biður þú fyrir veikum?

Hver er munurinn á því að hafa trú á trúnni og að hafa trú á Jesú?

Biðjið - hægt með hermibæn

Góði Guð.
Þakka þér fyrir lífið sem þú hefur gefið mér. Þakka þér fyrir að þú skulir ekki láta fólk stoppa þig þó að það hlægi að þér. Viltu gera kraftaverk þegar ég þarf á því að halda.
Í Jesú nafni,
Amen.

Sagan er byggð á

Markús 5:21-43

Tengdar sögur til að segja frá

Jesús læknar konu með blóðlát gerðist á leiðinni heim til stelpunnar

bottom of page