top of page

Dæmisagan um sáðmanninn

Matteus 13:1-23

Bóndi fór út að sá korni. Sumt féll við veginn, sumt í mold á milli steina, sumt í kringum þyrna og illgresi og sumt í góða jörð. Það var bara kornið sem fór í góða jörð sem bar ávöxt.

Jesús gekk að heiman og settist við vatnið þegar margt fólk safnaðist saman. Hann steig út í bát og fór að kenna. Þannig myndi það heyra best í honum. Þegar hann var kominn í bátinn sagði hann fólkinu sögu um sáðmann. Það er einhver sem sáir korni. Hann fer út á tún með fræin í poka, eins og bóndi. Stundum var Jesús að kenna og fólk skyldi hann ekki. Hann sagði fólkinu þá sögur sem við köllum dæmisögur. Þannig er auðveldara að skilja boðskapinn.

Þegar við sáum fræjum kemur ávöxturinn alveg síðast. Það byrjar á því að við sáum fræi. Þegar við vökvum það, opnast fræið og skýtur rótum. Þegar ræturnar eru orðnar nógu sterkar til að bera plöntuna, kemur hún upp úr moldinni og fær loft og sólarljós. Bæði plantan og ræturnar halda áfram að vaxa, þar til plantan er nógu sterk til að bera ávöxt.

Sumt kornið fór við gangstéttina. Fuglarnir komu þangað og borðuðu kornið. Kornið gat ekki vaxið.
Sumt kornið fór í mold þar sem var mikið af steinum. Það var svo lítið af mold að ræturnar náðu ekki að festa sig. Þær náðu ekki nógu djúpt til að sjúga í sig vatnið. Kornið visnaði og dó.
Sumt kornið fór í góða mold en í sömu mold var illgresi og þyrnar sem stungu. Það óx hraðar en kornið og tók alla næringuna til sín. Þyrnarnir stækkuðu og kæfðu það. Plönturnar báru aldrei ávöxt.
Sumt kornið féll í góðan jarðveg, fékk góða næringu og nóg vatn. Þegar sólin skein óx kornið, það spíraði og upp komu stórar og sterkar plöntur sem báru ávöxt. Sumar þrítugfaldan, sumt sextugfaldan og sumt hundraðfaldan.
Kornið varð að hveiti, höfrum og rúgi. Úr því er hægt að búa til pizzu, rúgbrauð, kökur og alls konar gómsæti.

Lærisveinarnir spurðu Jesú hvað sagan þýddi og Jesús útskýrði það fyrir þeim.

Kornið er orð Guðs. Það er allt það sem stendur í Biblíunni og það sem Jesús kenndi okkur. Jesús sagði fólki frá Guði og hve mikið hann elskaði það. Það heyrði um himinn og heimilið sem Jesús er að útbúa handa okkur.

Kornið sem féll við veginn merkir að sumir heyra boðskap Guðs en það gefst upp áður en það skilur. Sá vondi kemur og tekur það burt sem var sáð, tekur það úr hjartanu.

Það sem féll í moldina með steinunum táknar fólk sem heyrir orð Guðs og finnst það frábært. Þau mæta í kirkju og gera allt sem þarf að gera. Allt í einu hætta þau bara því orð Guðs átti eftir að breyta hjartanu þeirra og ná festu.

Það sem féll í meðal þyrna og illgresisins merkir þann sem heyrir um Guð og vill fylgja honum. Það gaf fyrirheit um fullan þroska. Það hefur bara svo miklar áhyggjur af öllu í lífinu, af vinnunni, af peningum og alls konar dóti. Það hefur engann tíma fyrir Guð. Þessar áhyggjur kæfðu orð Guðs svo það ber engan ávöxt

Það sem féll í góða jörð táknar fólk sem elskar Guð. Það tekur tíma að leyfa honum að umbreyta hjarta sínu og hægt og rólega vex það. Sumt fólk ber smá ávöxt, aðrir aðeins meira. Sumir bera mjög mikinn ávöxt.

Litla kornið sem Jesús sáði, varð að lærisveinunum og þeim fjölgaði og fjölgaði. Kirkjan stækkaði og stækkaði. Við erum hluti af þessu korni. Uppskeran varð margföld hjá fólki eins og Pétri og Páli, lærisveinum Jesú, kannski þrítugföld hjá öðrum þeirra. Guð leitar að ávöxtum vinnu okkar í samræmi við þær gjafir sem Guð hefur gefið okkur. Það er það sem gleður hjarta Guðs.

Þegar Guð fær að vera hluti af lífi okkar erum við viljugri að fyrirgefa og verðum gjafmildari. Við verðum trúföst og áreiðanleg, þannig að aðrir geti alltaf treyst á okkur.
Það kostar að vera lærisveinn Jesú. Það kostar samfélag. Að fræðast um hann, lesa Biblíuna og biðja.

bottom of page