top of page

Biblíusögur

Sköpunin

Sagan um það hvernig Guð skapaði himinn og jörð.

Adam og Eva

Guð skapaði Adam og Evu og settu þau í Edengarðinn til að rækta hann og vinna. Satan freistaði Evu og þau syndguðu. Guð varð vonsvikinn, hann rak Adam og Evu út úr garðinum og lét verði vakta innganginn. En Guð hafði áætlun.

Kain og Abel

Kain og Abel voru elstu synir Adam og Evu. Kain varð afbrýðisamur út í Abel sem hafði hræðilegar afleiðingar í för með sér.

Örkin hans Nóa

Fleira og fleira fólk fór að gera verri og verri hluti. Guð sá eftir sköpuninni og vildi byrja upp á nýtt. Hann sagði Nóa að smíða örk sem myndi rúma tvö dýr af hverri tegund. Það flæddi um alla jörð en Nói og fjölskyldan hans voru örugg. Guð setti regnbogann á himininn sem minnir okkur á að Guð heldur alltaf loforð sín.

Babel-turninn

Fólkið vildi byggja svo stóran turn að hann kæmist til himna. Guði leyst illa á þá hugmynd. Þetta varð upphafið af því að fólk um allan heim talar mismunandi tungumál.

Í gegnum þakið

Þessi saga fjallar um góða vini sem báru vin sinn til Jesú, gerðu gat á þakið og Jesús læknaði hann.

Sakkeus

Sakkeus var lágvaxinn. Hann klifraði upp í tré til að sjá Jesú.

Jesús róar storminn

Jesús fór á bát með lærisveinum sínum þegar kom stormur. Jesús svaf. Hann var ekki hræddur. Lærisveinarnir vöktu hann og hann skipaði storminum að hætta.

Dæmisagan um sáðmanninn

Bóndi fór út að sá korni. Sumt féll við veginn, sumt í mold á milli steina, sumt í kringum þyrna og illgresi og sumt í góða jörð. Það var bara kornið sem fór í góða jörð sem bar ávöxt.

bottom of page