top of page

Guð varð vonsvikinn með atburðina í Eden. Hann rak Adam og Evu út úr garðinum og lét verði vakta innganginn. Guð vissi að þegar þau borðuðu af trénu var komin synd í heiminn. Synd, óhlýðni, illska og ótti myndi fylgja mönnunum. En Guð hafði áætlun. Einn daginn myndi hann senda mann í þennan heim, mann eins og Adam, sem myndi laga allt. Höskuldarviðvörun: Það var Jesús.

Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin

Hvar bjuggu Adam og Eva? Í aldingarðinum Eden.

Hvers vegna máttu Eva og Adam ekki borða af Skilningstré góðs og ills? Þá myndu þau deyja.

Hvaða dýr freistaði Evu? Höggormur (snákur).

Hvað gerðist þegar þau borðuðu af trénu? Synd kom í heiminn.

Eldri börnin

Hvers vegna heldurðu að Adam og Eva hafi skammast sín og falið sig í runnanum? Þau fundu fyrir tilfinningum sem þau höfðu aldrei upplifað áður, þau skömmuðust sín og voru hrædd því þau vissu að þau höfðu óhlýðnast Guði. Þau syndguðu.

Hver var áætlunin sem Guð hafði? Einn daginn myndi hann senda mann eins og Adam í þennan heim sem myndi laga allt. Það var Jesús. Adam og Eva færðu synd í heiminn sem Jesús dó fyrir. Hann dó fyrir syndir þeirra og fyrir syndir okkar. Hann dó fyrir allt það ranga sem við höfum gert.

Biðjið - hægt með hermibæn

Góði Guð.
Takk fyrir áætlunina sem þú hefur fyrir heiminn. Fyrirgefðu mér allar syndir mínar. Takk fyrir að gefa mér annað tækifæri.
Í Jesú nafni,
Amen.

Sagan er byggð á

1. Mósebók 2:15-3:24

Tengdar sögur til að segja frá
bottom of page