Fleira og fleira fólk fór að gera verri og verri hluti. Það voru deilur og átök, hatur, hefndir og stríð og enginn hlustaði lengur á Guð. Fólk fann alltaf fleiri leiðir til illverka. Guð fór að sjá eftir sköpuninni og vildi byrja upp á nýtt. Hann sagði Nóa að smíða örk sem myndi rúma tvö dýr af hverri tegund og þegar Nói, fjölskyldan hans og öll dýrin voru komin um borð í örkina fór að rigna. Það flæddi um alla jörð en Nói og fjölskyldan hans voru örugg. Guð setti regnbogann á himininn sem minnir okkur á að Guð heldur alltaf loforð sín.
Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin
Hvers vegna gerði Guð þetta? Guð var leiður því að fólk var orðið vont og það hugsaði meira um sig sjálft en Guð.
Hvað fóru mörg dýr af hverri tegund í örkina? Tvö dýr, eitt kvendýr og eitt karldýr.
Hvað ringdi lengi? Í 40 daga og í 40 nætur.
Hvað voru Nói og fjölskyldan hans lengi í örkinni? Um það bil hálfu ári eftir að það fór að rigna fór vatnið að minnka en Nói og fjölskyldan komust út úr örkinni eftir eitt ár.
Hvað merkir regnboginn? Að Guði muni aldrei fylla jörðina af vatni aftur. Þegar við sjáum regnbogann getum við munað að Guð stendur alltaf við loforð sín.
Eldri börnin
Hvers vegna heldur þú að fólkið hafi hugsað meira um sjálft sig en Guð?
Hvað myndir þú gera ef að það kæmi flóð yfir alla jörðina?
Þú sérð kannski stundum regnboga á himnum, manstu hvers vegna Guð setti regnboga á himininn?
Hvað merkir regnboginn? Hann merkir að Guð mun aldrei fylla jörðina aftur af vatni.
Biðjið - hægt með hermibæn
Góði Guð.
Þakka þér fyrir að Nói var góður maður og hann var vinur þinn. Viltu hjálpa mér að vera vinur þinn og vera góð manneskja.
Í Jesú nafni,
Amen.
Sagan er byggð á
1. Mósebók 6:5-9:17
Tengdar sögur til að segja frá
Sköpun heimsins
Kain og Abel
Móses