top of page

Fæðing Jesú

Engill birtist bæði Maríu og Jósef í sitt hvoru lagi og sagði þeim frá komu Jesú í heiminn. Á svipuðum tíma þurftu þau að  fara til Betlehem því að Ágústus keisari hafði ákveðið að það ætti að fara fram manntal. Þegar þau voru komin til Betlehem fundu þau hvergi stað til að gista á og enduðu á því að fá inni í fjárhúsi. Þar fæddist Jesús, konungur heimsins. Fjárhirðarnir komu í heimsókn og vitringarnir sömuleiðis. Þeir færðu Jesú gull, reykelsi og myrru. Gullið táknaði stöðu Jesú sem konungs, reykelsið táknaði að barnið væri sonur Guðs og myrran táknaði dauðleika hans.

Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir um jólin?

Hver er besta jólagjöf sem þú hefur fengið?

Hvað gerðist á jólunum?

Eldri börnin

Hvers vegna heldurðu að Jesús hafi komið til jarðarinnar?

Hvers vegna á fæðing Jesú að fá athygli?

Hvers vegna heldurðu að fólk hafi fagnað fæðingu Jesú?

Biðjið - hægt með hermibæn

Góði Guð.
Takk fyrir að gefa mér bestu gjöf sem nokkur hefur gefið, Jesú. Hjálpaðu mér að muna um hvað jólin raunverulega snúast. Ég vil vera einstaklingur sem þú getur notað svo öðrum líði betur. Viltu hjálpa mér við það.
Í Jesú nafni,
Amen.

Sagan er byggð á

Matteus 1:18-25

Lúkas 1:26-38; 2:1-21

Tengdar sögur til að segja frá
  • María og frænka hennar,  Elísabet, voru óléttar á sama tíma. Hún eignaðist Jóhannes skírara

  • Jesús, María og Jósef flýja til Egyptalands

  • Davíð konungur var líka frá Betlehem

  • Mállausi maðurinn (Sakaría og Elísabet)

bottom of page