top of page

Jesús mettar 5.000

Jesús gerði mörg kraftaverk. Eitt þeirra var að halda stórt matarboð fyrir allt að 20.000 manns með aðeins tveimur fiskum og fimm brauðum sem hann fékk að gjöf frá litlum dreng. Ýmsan lærdóm má draga af sögunni, m.a. að jafnvel þó svo við höfum ekki mikið getur Guð blessað það ef við færum honum það.

Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin

Hvaða mat gaf litli drengurinn? Fimm brauð og tvo fiska.

Hvað voru margar körfur afgangs? 12 körfur.

Hvers vegna vorkenndi Jesús fólkinu? Því þau voru eins og lömb án hirðis eða nemendur án kennara.

Eldri börnin

Hvers vegna þakkaði Jesús Guði fyrir matinn áður en hann deildi honum með fólkinu?

Hvernig hefðir þú farið að því að gefa 5.000 manns að borða?

Hvað kennir sagan okkur? Hluti af því sem hún kennir okkur er að treysta Guði, jafnvel fyrir því litla sem við eigum. Litli strákurinn var bara með nesti fyrir sig en hann treysti Guði fyrir honum.

Finnst þér þú stundum ekki eiga nóg til þess að deila með öðrum?

Biðjið - hægt með hermibæn

Góði Guð.
Þakka þér fyrir að þú getur allt. Þakka þér fyrir strákinn sem gaf þér nestið sitt svo þú gætir margfaldað það. Viltu gefa mér gjafmildi.
Í Jesú nafni,
Amen.

Sagan er byggð á

Matteus 14:13–21

Markús 6:31–44

Lúkas 9:12–17

Jóhannes 6:1–13

Tengdar sögur til að segja frá
bottom of page