top of page

Jesús gengur á vatni

Eftir að Jesús hafði gefið þúsundum að borða eftir gjöf stráksins með fimm brauð og tvo fiska, sendi hann fólkið heim og lærisveinana út á bát yfir vatnið. Jesús fór upp á fjall til að vera einn. Þá skall á stormur og lærisveinarnir áttu erfitt með að halda bátnum á floti. Þeir sáu þá eitthvað í fjarska. Þeir héldu fyrst að það væri draugur en það var Jesús. Pétur var ekki sannfærður og vildi fara úr bátnum og til Jesú en þegar Pétur sá storminn fór hann að sökkva. Jesús tók í hönd hans og hjálpaði honum upp. Þegar þeir stigu um borð í bátinn lægði vindinn. Jesús er sannarlega sonur Guðs.

Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin

Hvað sáu mennirnir í storminum? Þeir sáu Jesú ganga á vatninu.

Hvað bað Pétur Jesú um að gera til að vera viss um að þetta væri hann? Jesús átti að segja honum að koma til sín út á vatnið.

Hvenær kom stormurinn? Um miðja nótt.

Eldri börnin

Lærisveinarnir voru hræddir í bátnum en þegar Jesús kom í bátinn þeirra fór öll hræðsla í burtu. Getur Jesús hjálpað þér þegar að þú ert hrædd/ur? Hvernig hjálpar hann þér?

Biðjið - hægt með hermibæn

Góði Guð.
Þakka þér fyrir friðinn sem þú gefur þegar við erum hrædd. Viltu vernda mig þegar það er vont veður og hjálpa mér að fylgja þér.
Í Jesú nafni,
Amen.

Sagan er byggð á

Matteus 14:22-33

Markús 6:45-52

Jóhannes 6:16-21 (örlítið frábrugðin frásögn).

bottom of page