top of page

Síðasta kvöldmáltíðin

Páskarnir nálguðust og Jesús og lærisveinarnir voru spenntir fyrir kvöldinu. Það tók þó óvænta stefnu þegar Jesús sagði þeim að einn þeirra myndi svíkja sig. Það kom þeim líklega öllum á óvart hvaða afleiðingar það myndi hafa, engum datt í hug að Jesús yrði drepinn. Það var samt bara upphafið af sigurgöngu Jesú. Hann sigraði dauðann, reis upp, steig upp til himna, gaf okkur heilagan anda og býr í hjörtum okkar enn þann dag í dag.

Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin

Hvað gerðist á páskadag? Jesús reis upp frá dauðum.

Hvað var Jesús lengi dáinn? Í þrjá daga.

Hvar var Jesús lagður eftir að hann var dáinn? Í gröf sem höggvin var í klett, svona eins og hellir.

Eldri börnin

Ef þú hefðir komið að tómri gröf, hvernig hefði þér liðið? Hvað hefðirðu gert?

Hvað eða hver í kringum þig sannar að Jesús er lifandi?

Hvað hjálpar þér að trúa að Jesús lifir?

Að borða er mikilvægt. Hvað finnst þér gott við að borða með fjölskyldunni þinni?

Hvernig er Jesús með þér á meðan við borðum?

Biðjið - hægt með hermibæn

Góði Guð. Takk fyrir að senda son þinn, Jesú, í þennan heim. Takk fyrir fyrirmyndina sem við eigum í honum. Undirbúðu hjarta mitt fyrir það að hitta hann einn daginn. Í Jesú nafni, amen.

Sagan er byggð á

Matteus 26:14-30

Tengdar sögur til að segja frá
  • Jesús þvær fætur lærisveinanna - þess vegna heitir dagurinn skírdagur.

  • Í sumum guðspjöllum þvær synduga konan fætur Jesú skömmu fyrir skírdag.

  • Jesús týnist 12 ára gerðist yfir páskana.

bottom of page