top of page

Jesús smurður

Einn daginn bauð Símeon nokkrum vinum sínum í mat en Símeon var farísei. Hann bauð Jesú líka. Á meðan þeir borðuðu kom kona sem hafði syndgað og hafði slæmt orð á sér, sem fór að þvo fætur Jesú og bar á þá ilmsmyrsl. Símeon var ekki hrifinn en Jesús sagði honum þá sögu. Sagan fjallaði um tvo menn sem fengu lánaðan pening, annar meira en hinn. Þeir eyddu báðir öllu sem þeir fengu og gátu ekki greitt lánið en sá sem það veitti ákvað að fyrirgefa þeim og krefja þá ekki um endurgreiðslu. Sá sem skuldaði meira hlýtur að hafa verið þakklátari en hinn. Jesús sagði Símeoni þá að hann hafi ekki verðið mjög gestrisinn en konan lagði sig alla fram. Sá sem elskar lítið verður lítið fyrirgefið. Þakklæti og auðmýkt konunnar hjálpaði henni. Hún vissi að hún þurfti á fyrirgefningu aða halda. Trú hennar frelsaði hana.

Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin

Hvað gerði konan við Jesús í matarboðinu? Hún kraup við fætur Jesú og fór að gráta, þurrkaði síðan fætur hans með hárinu sínu, kyssti fætur hans og smurði þá með smyrsli.

Af hverju var konunni fyrirgefið fyrir syndir sínar? Af því að hún elskar svo mikið.

Hvað frelsaði konuna? Trú hennar á Guð.

Eldri börnin

Heldurðu að konan hafi hitt Jesú áður en þau hittust hjá Símeoni? Hvers vegna eða hvers vegna ekki?

Hvernig líkjumst við konunni? En Símeoni?

Hvers vegna þurfum við að horfa á okkur sjálf áður en við dæmum gjörðir annarra?

Hvað getum við lært af Jesú hvernig hann brást við syndugu konunni?

Biðjið - hægt með hermibæn

Góði Guð.
Takk fyrir að sýna mér að það er hægt að koma vel fram við alla. Hjálpaðu mér að vera góður við alla í kringum mig, sama hvað þau hafa gert.
Í Jesú nafni,
Amen.

Sagan er byggð á

Matteus 26:6–13

Markús 14:3-9

Lúkas 7:36-50

Jóhannes 12:1-11

Tengdar sögur til að segja frá
bottom of page