Marta og María bjuggu í Betaníu, litlu þorpi rétt hjá Jerúsalem, með bróður þeirra, Lasarusi. Marta var myndarleg húsmóðir en María róleg og oft hugsi. Hún varð mjög áhugasöm um allt það sem Jesús hafði að segja en það pirraði Mörtu sem hafði í allt of mörgu að snúast. Jesús sagði Mörtu að einföld máltíð hefði verið í góðu lagi, María valdi það besta í stöðunni, að hlusta á hann á meðan það var hægt því hann yrði ekki á jörðinni mikið lengur.
Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin
Hvor systranna hlustaði á Jesú? María.
Hvers vegna varð Marta reið? Því að María hjálpaði henni ekki.
Eldri börnin
Jesús sagði að aðeins eitt væri nauðsynlegt og að María hefði valið það nauðsynlega. Hvað var svona nauðsynlegt? Það sem við gerum fyrir Guð er gott og mikilvægt. Biblían segir að við séum sköpuð til góðra verka sem hann hefur ákveðið (Efesus 2:10). Við megum aldrei gleyma að verja tíma með Jesú sem við gerum með bæn og að hlusta á orð hans (sem núna er Biblían).
Biðjið - hægt með hermibæn
Góði Guð.
Takk fyrir að þú ert góður vinur. Leyfðu mér að kynnast þér betur. Minntu mig á verja tíma með þér og hlusta á þig.
Í Jesú nafni,
Amen.
Sagan er byggð á
Lúkas 10:38-42
Tengdar sögur til að segja frá
Jesús reisir Lasarus upp frá dauðum