Þessi dæmisaga hófst með tilraun trúarleiðtoganna til að losna við Jesú vegna afbrýðisemi og hræðslu við hann. Þeir ætluðu því að leiða Jesú í gildru svo hægt yrði að kæra hann fyrir það. Jesús brást þó vel við og sagði dæmisögu um góðan mann. Þessi góði maður, miskunnsami Samverjinn, gerði fallegt góðverk fyrir ókunnugan mann og útlending. Í þokkabót var slasaði maðurinn gyðingur en gyðingar þoldu ekki Samverja. Jesús sagði leiðtogunum að hugsa sinn gang og verða meira eins og Samverjinn.
Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin
Hvernig slasaðist maðurinn í sögunni sem Jesús sagði? Ræningjar komu að honum, réðust á hann og tóku af honum allt sem hann var með.
Hverjir hjálpuðu ekki slasaða manninum? Presturinn og levítinn.
Hvað gerði Samverjinn þegar hann sá slasaða manninn? Samverjinn hjálpaði manninum (hann setti græðandi efni á sárin hans og setti hann síðan á asnann sinn og fór með hann á næsta gisti hús).
Eldri börnin
Hefur þú einhvern tímann hjálpað einhverjum sem var slasaður eða þurfti á hjálp að halda? Hvernig leið þér þegar þú hjálpaðir einstaklingnum?
Hvers vegna heldur þú að Guð hafi kennt okkur að það sé mikilvægt að elska náungann eins og okkur sjálf?
Biðjið - hægt með hermibæn
Góði Guð.
Takk fyrir fordæmið sem þú gafst okkur til að fylgja. Hjálpaðu mér að líkjast þér. Hjálpaðu mér að vera góður við náunga minn.
Í Jesú nafni,
Amen
Sagan er byggð á
Lúkas 10:25-37
Tengdar sögur til að segja frá
Faðir vor