top of page

Jesús lægir storminn

Sagan um það þegar Jesús lægði storminn sýnir okkur að Guð er með okkur, jafnvel þó svo við sjáum það eða munum eftir því. Jesús er við stjórnvölinn. Hann er með okkur í storminum og í öllum kringumstæðum 🌊 Það er líka merkilegt að Jesús hafi getað sofið í storminum en hann vissi að það var ekkert að óttast og hafði frið í sál sinni. Þá var ástæðulaust fyrir aðra að hafa áhyggjur.

Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin

Hvað gerðist stuttu eftir að Jesús sofnaði í bátnum? Það kom stormur.

Af hverju voru lærisveinarnir svona hræddir á meðan á storminum stóð? Þeir héldu að þeir myndu deyja.

Hvað gerði Jesús til þess að stoppa storminn? Hann sussaði á vindinn og sagði vatninu að hafa hljóð.

Eldri börnin

Hvernig myndir þú bregðast við ef það væri stormur og þú værir í bát úti á sjó?

Hvers vegna er gott að trúa á Guð í svona aðstæðum? Er alltaf gott að trúa á Guð?

Biðjið - hægt með hermibæn

Góði Guð.
Þakka þér fyrir að þú getur allt. Viltu bjarga mér og fjölskyldunni minni þegar við erum í hættu.
Í Jesú nafni,
Amen.

Sagan er byggð á

Matteus 8:23–27

Markús 4:35–41

Lúkas 8:22–25

Tengdar sögur til að segja frá
bottom of page