Jesús sagði margar dæmisögur en ein þeirra er sagan um týnda silfurpeninginn. Sagan fjallar um konu sem týndi peningnum sínum. Hún leitaði og leitaði en fann hvergi peninginn. Loksins fannst peningurinn. Jesú fannst mjög mikilvægt að koma þessu skýrt til skila svo hann sagði þrjár dæmisögur sem allar fjalla um það sama. Jesús segir að þú skiptir máli!
Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin
Hverju týndi konan í sögunni sem Jesús sagði? Hún týndi einum silfur pening.
Hvað gerði konan þegar að hún týndi silfur peningnum? Hún leitaði að honum.
Hvað gerði konan með vinum sínum og nágrönnum þegar að hún fann silfur peninginn sem hún hafði týnt? Hún fagnaði með þeim.
Eldri börnin
Hefur þú týnt einhverju sem skipti þig miklu máli? Hvað gerðirðu?
Hvað táknar týndi peningurinn? Hvað táknar konan? Peningurinn táknar okkur, við villumst af leið. Konan táknar Guð sem leggur mikið á sig til að leita að okkur og beina okkur á réttan veg.
Biðjið - hægt með hermibæn
Góði Guð.
Viltu hjálpa mér að fara vel með allt sem þú hefur gefið mér. Þakka þér fyrir að þú hjálpar mér að fylgja þér.
Í Jesú nafni,
Amen.
Sagan er byggð á
Lúkas 15:8-10