top of page

Týndi sonurinn

Sagan um týnda soninn er þriðja dæmisaga Jesú um kærleika til syndara og útilokunarstefnu faríseanna. Sagan fjallar um ævintýragjarnan ungan mann sem fór fram á fyrirframgreiddan arf frá pabba sínum. Hann fékk arfinn greiddan, skellti sér til útlanda og skemmti sér vel. Litla veislan! Allt þar til peningarnir kláruðust og hann neyddist til að fá sér vinnu. Hann fékk loks starf sem fólst í því að gæta svína en hann var orðinn svo hungraður að helst af öllu vildi hann gæða sér á ruslinu sem svínunum var boðið uppá. Það var öllum sama um hann og hvernig honum leið. Dýpra gat hann varla sokkið. Hann hugsaði heim og minntist starfsfólks föður síns sem hafði það bara mjög gott. Hann freistaði þess að fá að starfa sem vinnumaður pabba síns. Þegar pabbi hans sá týnda soninn í fjarska, hljóp hann á móti honum, tók utan um hann og kyssti. Því næst hélt hann honum glæsilega veislu. Eldri bróðurnum var misboðið, sá yngri átti þetta ekki skilið. Eldri bróðirinn var eiginlega sá sem átti að fá veislu, það var hann sem var trúfastur. Hann taldi sig betri en aðra. Pabbanum var ekki snúið, yngri bróðirinn var endurheimtur. Syndarinn sem villst hefur úr húsi föður síns á alltaf afturkvæmt til hins umburðarlynda og kærleiksríka Guðs. Eins og pabbinn í sögunni hélt syni sínum veislu mun Jesús bjóða öllum sem það kjósa, að borða með sér í ríki sínu þegar öllu lýkur. Þetta er bara spurning um okkar eigið hjarta.

Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin

Í hvað sóaði sonurinn peningunum sem pabbi hans gaf honum? Hann sóaði peningunum í partý og vitleysu.

Af hverju ákvað sonurinn að fara aftur heim til pabba síns? Því að hann var svangur og fattaði hvað hann var búinn að gera mikil mistök.

Hvað gerði pabbi hans þegar að sonurinn kom aftur heim? Pabbinn var rosalega glaður að sjá son sinn aftur og í tilefni þess hélt hann risa stóra veislu.

Eldri börnin

Hvað heldurðu að Guði finnist um mistökin sem þú gerir? Á að draga sig nær Guði eftir mistök eða halda sig í burtu, laga mistök og fara svo til Guðs?

Hvað táknar pabbinn í sögunni? En synirnir tveir? Pabbinn táknar Guð sem elskar okkur sama hvað á gengu og tekur á móti okkur þegar við snúum til hans. Yngri sonurinn táknar fólk sem villist af leið en snýr sér til Guðs. Eldri sonurinn táknar trúarleiðtoga sem reiðast þegar syndug manneskja vill snúa til Guðs og heldur mistökum þeirra gegn þeim.

Biðjið - hægt með hermibæn

Góði Guð.
Viltu fyrirgefa öllum sem hafa tekið rangar ákvarðanir. Viltu hjálpa þeim að snúa við og gera það sem er rétt.
Í Jesú nafni,
Amen.

Sagan er byggð á

Lúkas 15:11-32

Tengdar sögur til að segja frá
bottom of page