Jesús sagði margar dæmisögur en ein þeirra er sagan um týnda sauðinn. Sagan fjallar um sauð sem týnist sem hirðirinn leitar að. Jesú fannst mjög mikilvægt að koma þessu skýrt til skila svo hann sagði þrjár dæmisögur sem allar fjalla um það sama. Jesús segir að þú skiptir máli!
Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin
Hvað voru leiðtogarnir ekki ánægðir með þegar Jesús var að kenna? Þeir voru ekki ánægðir með það að þjófar og óheiðarlegt fólk hafi verið að hlusta á kennslu Jesús.
Hvað gerði maðurinn í sögunni þegar að hann týndi einni kind? Hann leitaði og leitaði að kindinni þangað til hann fann hana.
Hvers vegna vildi maðurinn finna þessa einu týndu kind þegar að hann átti enn fullt af öðrum kindum? Af því að honum þótti vænt um kindina.
Eldri börnin
Hvernig líkjumst við sauðum?
Skipti þessa eina kind í alvörunni máli, hann átti 99 aðrar? Þessi eina kind er táknmynd upp á okkur. Þegar við týnumst og fjarlægjumst Guð, leitar hann og leitar, því honum þykir svo vænt um okkur.
Hvað hjálpar Jesús okkur að gera? Jesús hjálpar okkur að finna leiðina til Guðs.
Biðjið - hægt með hermibæn
Góði Guð.
Viltu hjálpa mér að villast aldrei frá þér. Vilt þú leita þeirra sem eru týndir og villtir og leiða þá heila heim.
Í Jesú nafni,
Amen.
Sagan er byggð á
Lúkas 15:1-7