Söngvar með hljómum

B-I-B-L-Í-A

B-I-B-L-Í-A, er bókin bókanna á orði Drottins er allt mitt traust, B-I-B-L-Í-A - BIBLÍA!

Djúp og breið

Djúp og breið, það er á sem rennur djúp og breið. Hún rennur til mín og hún rennur til þín, og hún heitir lífsins lind. Djúp og breið, djúp og breið, það er á sem rennur djúp og breið.

Höfuð, herðar, hné og tær

Höfuð herðar hné og tær, hné og tær. Augu, eyru munnur og nef.

Ég vil líkjast Daníel

Ég vil líkjast Daníel, og ég vil líkjast Rut. Því Rut hún er svo sönn og góð og Daníel fylltur hetjumóð. Ég vil líkjast Daníel, og ég vil líkjast Rut.

Boðskapur Lúkasar

Forðum í bænum Betlehem var borinn sá sem er sonur guðs sem sorg og þraut og syndir manna ber. Hlustið englar himnum af þeim herra greina frá sem lagður var í lágan stall, en lýsir jörðu á.

Elska Jesú er svo dásamleg

Elska Jesú er svo dásamleg, elska svo dásamleg. Svo há, þú kemst ekki’ yfir hana, svo djúp, þú kemst ekki’ undir hana, svo breið, þú kemst ekki út úr henni, elska svo dásamleg.

Takk takk Jesús

Takk takk Jesús. Ég vil bara þakka, ég vil bara þakka þér.

Í Betlehem er barn oss fætt

Í Betlehem er barn oss fætt. Því fagni gjörvöll Adamsætt. Hallelúja, hallelúja.

Daginn í dag

Daginn í dag, daginn í dag gerði Drottinn Guð, gerði Drottinn Guð. Gleðjast ég vil, gleðjast ég vil og fagna þennan dag, fagna þennan dag. Daginn í dag gerði Drottinn Guð, gleðjast ég vil og fagna þennan dag.

Gleði, gleði, gleði

Gleði, gleði, gleði. Gleði líf mitt er, því að Jesús Kristur það gefið hefur mér. Ég vil að þú eignist þetta líf, því það er gleði, gleði, gleði alla tíð.

Ég er glaður

Ég er glaður, ég er glaður, sérhvern sunnudag, mánudag, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag, föstudag, laugardag. Ég er glaður, ég er glaður, af því Jesús er minn besti, allra besti vin.

Þá nýfæddur Jesús

Þá nýfæddur Jesú í jötunni lá, á jólunum fyrstu var dýrðlegt að sjá. Þá sveimuðu englar frá himninum hans, því hann var nú fæddur í líkingu manns.