Jesús á vatni.png

Sunnudagaskólinn heima í stofu

Sunnudagaskólar í kirkjum eru bæði mikilvægir og skemmtilegir en klukkutími á viku er ekki nóg til að byggja grunn á, það gildir um þegar við spilum á hljóðfæri, æfum íþróttir og lærum um Jesú. Því er mikilvægt að rækta trúna heima líka. Rannsóknir hafa sýnt að það sem börn læra á yngri árum muna þau oft alla tíð.

​Á síðunni er ýmislegt sem nota má í miðri viku til afþreyingar, uppbyggingar, visku og hvatningar.

​Markmið okkar er að bjóða upp á fjölbreytt og skemmtilegt kristilegt efni sem er aðgengilegt foreldrum ókeypis.

Næsta verkefni

Mikil vinna er nú lögð í að klára myndböndin en þau verða 15 talsins, a.m.k. í fyrstu atrennu. Mikil vinna hefur verið gefin en verkefnið er ómögulegt án fjárhagsstyrkja. Svo hægt sé að klára öll myndböndin vantar enn talsvert upp á.

Árangur

122.000 kr.

Markmið

 1.250.000 kr.

Takk! Við látum þig vita þegar eitthvað er að frétta.

 
 

Hafðu samband

Ef þú hefur spurningu, athugasemd, tillögu eða nokkuð annað er þér velkomið að hafa samband.

Takk fyrir að senda skilaboðin!